Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Umræður um kynjaða fjárhagsáætlanagerð og möguleika þess að Akureyrarbær taki upp slíkt vinnulag. Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri kynnti hugmyndafræðina.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Jóni Braga fyrir kynninguna og hvetur bæjarstjórn til að hafa þetta í huga við áætlanagerð í framtíðinni.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti til fundar kl. 17:03.
Samfélags- og mannréttindaráð hefur hafið vinnu við endurskoðun á jafnréttisstefnu bæjarins. Á fundinum var rætt um hvaða áhersluatriði úr Jafnréttissáttmála Evrópu eigi að velja inn í stefnuna.\nSáttmálann má nálgast á http://www.samband.is/media/althjodamal/Jafnrettissatmali.pdf
<DIV><DIV>Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að velja afnám staðalímynda og samþættingu kynjasjónarmiða sem áhersluatriði úr Jafnréttissáttmála Evrópu og óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir bæjarins þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Lagðar voru fram til kynningar áætlanir Heilsugæslustöðvar og Öldrunarheimila.
<DIV><DIV>Samfélags- og mannréttindaráð fagnar þessum tveimur jafnréttisáætlunum og hvetur þær stofnanir sem ekki hafa lokið vinnu við gerð jafnréttisáætlana að gera það sem fyrst.</DIV></DIV>
Farið yfir núgildandi reglur Akureyrarbæjar um styrkveitingar sem og reglur samfélags- og mannréttindaráðs um veitingu styrkja.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Áframhaldandi vinna við starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs fyrir árið 2011.
<DIV></DIV>