Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 17:00 - 19:00
  • Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
  • Fundur nr. 116

Nefndarmenn

    • Hlín Bolladóttirformaður
    • Helga Eymundsdóttir
    • Tryggvi Þór Gunnarsson
    • Anna Hildur Guðmundsdóttir
    • Regína Helgadóttir
    • Friðbjörg J Sigurjónsdóttiráheyrnarfulltrúi
    • María Hólmfríður Marinósdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Katrín Björg Ríkarðsdóttirfundarritari
  • Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri - rannsóknir

    Málsnúmer 2012110007

    Andrea Sigrún Hjálmsdóttir félagsfræðingur við Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri kynnti rannsóknir um vímuefnaneyslu unglinga og heilsu og lífskjör skólanema. \nGréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

    Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista kom til fundar kl. 17:20.

  • Forvarnamál - 2012-2013

    Málsnúmer 2012040062

    Lagt fram til kynningar yfirlit yfir forvarnafræðslu sem boðið verður upp á í grunnskólum bæjarins í vetur. \nGréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>

  • Jafnréttisstofa - beiðni um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála

    Málsnúmer 2012070136

    Lögð fram til kynningar skýrsla um stöðu verkefna í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar. Skýrslan hefur verið send til Jafnréttisstofu.

    <DIV><DIV> </DIV></DIV>

  • Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

    Málsnúmer 2011030090

    Lögð fram tillaga að tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlanagerð sem snýst um úttekt á handverksmiðstöðinni Punktinum.

    <DIV><DIV><DIV>Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir framlagða tillögu.</DIV></DIV></DIV>

  • Æskulýðs- og tómstundastarf - viðurkenningar

    Málsnúmer 2012090258

    Áframhaldandi umræður um veitingu viðurkenninga til þeirra sem skara fram úr í æskulýðs- og tómstundastarfi.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>

  • 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2012

    Málsnúmer 2012090256

    Dagana 25. nóvember til 10. desember nk. mun samfélags- og mannréttindaráð ásamt fleirum taka þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Yfirskrift átaksins er "heimilisfriður - heimsfriður". Drög að dagskrá kynnt.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>

  • Þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti - dagur gegn einelti 8. nóvember

    Málsnúmer 2011100100

    Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 1. nóvember 2012 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á degi gegn einelti 8. nóvember og fólk hvatt til að undirrita þjóðarsáttmála á heimasíðunni www.gegneinelti.is.

    <DIV>Samfélags- og mannréttindaráð hvetur bæjarbúa til að undirrita þjóðarsáttmálann.</DIV>