Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 24. janúar 2024:
Lögð fram drög að samningi milli mennta- og barnamálaráðuneytis og Akureyrarbæjar um greiningar- og þjálfunarheimili.
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð fagnar áhuga mennta- og barnamálaráðuneytis á samstarfi við Akureyrarbæ um úrræði í barnavernd þ.e. að stofna og reka greiningar- og þjálfunarheimili.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista bóka:
Virkilega ánægjulegt að greiningar- og þjállfunarheimili sé að verða að veruleika á Akureyri. Það er mikilvægt að við kjörnir fulltrúar styðjum vel við verkefnið sem mun án efa þróast og taka einhverjum breytingum á sínum fyrstu starfsárum og horfum til þess að þetta sé þjónusta sem við ætlum að bjóða upp á til framtíðar börnum og fjölskyldum á svæðinu til heilla.
Lögð fram til samþykktar stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til 2026 ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að vísa stefnunni til kynningar og umsagnar í fastanefndum, ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða stefnu um íbúasamráð ásamt aðgerðaáætlun með fjórum atkvæðum og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska bókað:
Við teljum mjög mikilvægt að koma á laggirnar fjölmenningarráði Akureyrarbæjar og teljum við að það hefði átt að vera ein aðgerða stefnu um íbúasamráð.
Lögð fram að nýju aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum 23. nóvember sl. og fól þá fulltrúum meiri- og minnihluta í bæjarráði ásamt sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að forgangsraða og kostnaðarmeta aðgerðirnar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Lagðar fram reglur Akureyrarbæjar um verklag vegna uppljóstrana og vernd uppljóstrara. Reglurnar byggja á lögum um vernd uppljóstrara nr. 40/2020, en skv. 5. gr. laganna skal setja reglur um verklag við uppljóstrun starfmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi í fyrirtækjum eða á öðrum vinnustöðum þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um verklag vegna uppljóstrana og vernd uppljóstrara og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.