Velferðarráð - 1381
- Kl. 14:00 - 16:28
- Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
- Fundur nr. 1381
Nefndarmenn
- Hulda Elma Eysteinsdóttirformaður
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Guðbjörg Anna Björnsdóttir
- Snæbjörn Ómar Guðjónsson
- Elsa María Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
- Hanna Rún Hilmarsdóttirfundarritari
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2023
Málsnúmer 2023011181Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur velferðarsviðs á árinu 2023.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.Fjárhagsaðstoð 2023
Málsnúmer 2023011182Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á árinu 2023.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.Sérstakur húsnæðisstuðningur 2023
Málsnúmer 2023110147Lagðar fram til samþykktar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með breytingum í samræmi við það sem samþykkt var í velferðarráði 24. janúar sl.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Starfsáætlun velferðarsviðs 2024
Málsnúmer 2024020264Lögð fram til samþykktar drög að starfsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2024.
Velferðarráð samþykkir framlagða starfsáætlun fyrir árið 2024 fyrir sitt leyti.
Málefni einstaklinga með heilabilun
Málsnúmer 2024020214Tekin upp umræða um málefni einstaklinga með heilabilun að beiðni Elsu Maríu Guðmundsdóttur S-lista.
Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð felur sviðsstjóra og formanni að funda með forsvarsaðilum hópsins til að fara yfir erindið.
AA samtökin á Akureyri
Málsnúmer 2024020543Málefni AA samtakanna tekin til umræðu að beiðni Elsu Maríu Guðmundsdóttur S-lista.
Velferðarráð gerir sér grein fyrir mikilvægi þess góða starfs sem unnið er hjá AA-samtökunum og leggur áherslu á að ásættanleg lausn á húsnæðismálum þeirra finnist.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista leggur fram eftirfarandi bókun. Snæbjörn Guðjónsson V-lista tekur undir bókunina:
Afar brýnt er að finna AA-samtökunum samastað á Akureyri, í stað þess húsnæðis í eigu Akureyrarbæjar sem nú er ónýtt, enda standa samtökin fyrir mikilvægri þjónustu fyrir fjölbreyttan hóp fólks í fíknivanda.