Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 12
- Kl. 16:00 - 17:30
- Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
- Fundur nr. 12
Nefndarmenn
- Guðrún Karitas Garðarsdóttirformaður
- Þórhallur Harðarson
- Halla Birgisdóttir Ottesen
- Sif Sigurðardóttirfulltrúi Þroskahjálpar NE
- Lilja Björg Jónsdóttirfulltrúi Grófarinnar
- Elmar Logi Heiðarssonfulltrúi Sjálfsbjargar
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirfundarritari
Reglur Akureyrarbæjar um einstaklingsstuðning (áður félagsleg liðveisla)
Málsnúmer 2024100307Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála kynnti nýjar reglur um einstaklingsstuðning (félagslega liðveislu)
Samráðshópurinn þakkar Birnu fyrir góða kynningu.
Íþróttir og tómstundir fyrir fötluð börn
Málsnúmer 2025011042Kynning á nýju samvinnuverkefni velferðarsviðs og fræðslu- og lýðheilsusviðs er tengist íþrótta- og tómstundaiðkun fatlaðra barna.
Anna Marit Níelsdóttir þjónustustjóri á velferðarsviði kynnti verkefni sem er í gangi á velferðar- og fræðslu- og lýðheilsusviði þar sem verið er að kanna íþrótta- og tómstundaiðkun fatlaðra barna. Kannað verður hvað er í boði, hvaða þarfir hafa fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Tillögum um úrbætur verður skilað fyrir 1. apríl.
Réttindagæsla - breyting á starfsemi
Málsnúmer 2025010901Réttindagæslan er flutt frá félagsmálaráðuneytinu og mun heyra undir Mannréttindastofnun. Þangað til hún opnar mun Samskiptamiðstöðin sjá um þjónustuna.
Fúsi - aldur og fyrri störf
Málsnúmer 2025010908Kynning á tilboði MAK á sýninguna um Fúsa - aldur og fyrri störf.