Ungmennaráð - 33
- Kl. 16:00 - 18:00
- Íþróttahöllin
- Fundur nr. 33
Nefndarmenn
- Anton Bjarni Bjarkason
- Ásta Sóley Hauksdóttir
- Elva Sól Káradóttir
- Erika Arna N. Sigurðardóttir
- Apríl Ýr Kro
- Freyja Dögg Ágústudóttir
- Fríða Björg Tómasdóttir
- Heimir Sigurpáll Árnason
- Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
- Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
- Karen Nóadóttirumsjónarmaður ungmennaráðs
- Arnar Már Bjarnasonforvarna- og félagsmálafulltrúi
- Hafsteinn Þórðarsonfundarritari
Ungmennaráð - breytingar í nefndum og kosning áheyrnarfulltrúa 2022
Málsnúmer 2022030297Nýir fulltrúar voru boðnir velkomnir á sinn fyrsta fund með ungmennaráði og kjör þeirra staðfest.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundardeildar kynnti sig og starfsemi deildarinnar.Þann 6. desember sl. var skipað í ungmennaráð að undangenginni kosningu.
Áfram sitja í ráðinu:
Anton Bjarni Bjarkason
Ásta Sóley Hauksdóttir
Elva Sól Káradóttir
Freyja Dögg Ágústudóttir
Fríða Björg Tómasdóttir
Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
Telma Ósk Þórhallsdóttir
Nýir fulltrúar eru:
Erika Arna Sigurðardóttir
Felix Hrafn Stefánsson
Haukur Arnar Ottesen Pétursson
Heimir Sigurpáll ÁrnasonBarnamenningarsjóður
Málsnúmer 2022120157Ungmennaráð tilnefndi tvo fulltrúa í faghóp Barnamenningarsjóðs, sem fer yfir umsóknir í sjóðinn. Fulltrúar verða Anton Bjarki Bjarnason og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir.
Hafnarstræti 16 - breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2022061609Ungmennaráð tók til umsagnar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi Innbæjar vegna áforma um stækkun íbúðakjarna á lóð Hafnarstrætis 16.
Ungmennaráð Akureyrarbæjar harmar að það eigi að minnka leiksvæðið, en fyrst það á að fara í þessa framkvæmd þá vill ungmennaráð að farið verði í framkvæmd á leiksvæði sem allra fyrst og að ungmennaráð, sem og ungmenni í innbænum verði þátttakendur í ákvörðunartökunni þegar það kemur að uppbyggingunni.
Ungt fólk - æskulýðsrannsóknir - 2022-2024
Málsnúmer 2022120455Fyrirhugaðar viðbótarspurningar um áfallasögu í íslenskum æskulýðsrannsóknum kynntar fyrir ungmennaráði. Óskað var eftir tillögum fyrir gerð áhættumats í tengslum við fyrirlögn slíkra spurninga. Umsjónarmaður tók saman tillögur ungmennaráðsins og verða þær nýttar við gerð áhættumatsins.
Ungmennaráð - önnur mál
Málsnúmer 2022120502Rætt var um aukið samstarf við nemendafélög í grunnskólum Akureyrar og verður fulltrúa hvers ráðs boðið á næsta fund ungmennaráðs til að styrkja boðleiðir milli ungmennaráðs og nemenda grunnskólanna. Einnig var minnst á komandi verkefni ungmennaráðs, svo sem stórþing ungmenna í febrúar og bæjarstjórnarfund unga fólksins í mars.