Stjórn Akureyrarstofu - 170
- Kl. 16:15 - 18:00
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 170
Nefndarmenn
- Logi Már Einarssonformaður
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Elvar Smári Sævarsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
- Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi
- Skúli Gautasonfundarritari
Akureyrarstofa - samráðsfundir með verkefnastjórum
Málsnúmer 2012090022Verkefnastjórar á Akureyrarstofu mættu á fundinn, kynntu sig fyrir stjórn Akureyrarstofu og fóru yfir helstu verkefni sín.
<DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar verkefnastjórum fyrir komuna. </DIV></DIV>
Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2014
Málsnúmer 2014070022Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnastjóri viðburða fór yfir framkvæmd og árangur hátíðarinnar Einnar með öllu 2014.
<DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Kristínu Sóleyju fyrir greinargóða samantekt um hátíðina. </DIV></DIV>
Listasumar 2015
Málsnúmer 2014080143Hlynur Hallsson forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar sat fund stjórnar Akureyrarstofu undir þessum lið og lagði fram áætlun um endurvakningu Listasumars.
<DIV><DIV>Það virðist vera almennur áhugi fyrir því að endurvekja Listasumar. Það stuðlar að því að gera bæinn litríkari og skemmtilegri. Listasumar er bæði ætlað heimamönnum og ferðamönnum, innlendum sem erlendum. Það sinnir jafnt ungum sem öldnum. <BR>Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir greinargóða kynningu.</DIV></DIV>
Deiglan - aðkoma Gilfélagsins
Málsnúmer 2014020070Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. ágúst 2014 frá Gilfélaginu.
<DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna að framgangi málsins í samráði við Gilfélagið og starfsmenn Sjónlistamiðstöðvarinnar. </DIV></DIV>
Spurningaþátturinn Útsvar
Málsnúmer 2014080121Borist hefur erindi dagsett 25. ágúst 2014 frá RÚV um þátttöku í spurningaþættinum Útsvari.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að velja í keppnislið skv. umræðum á fundinum. </DIV>