Fræðslu- og lýðheilsuráð - 43
- Kl. 13:00 - 15:30
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 43
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttir
- Bjarney Sigurðardóttir
- Gunnar Már Gunnarsson
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Rannveig Elíasdóttir
Starfsmenn
- Kristín Jóhannesdóttirsviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála
- Bjarki Ármann Oddssonforstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Fræðslu- og lýðheilsuráð - heimsókn í íþróttamannvirki
Málsnúmer 2022110690Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Skautafélags Akureyrar og Tryggvi Heimisson formaður Siglingaklúbbsins Nökkva tóku á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og sögðu frá starfsemi félaganna og sýndu ráðinu viðkomandi mannvirki.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar þeim Jóni og Tryggva fyrir kynninguna.
Karatefélag Akureyrar - aðstöðumál Karatefélags Akureyrar
Málsnúmer 2023111465Erindi dagsett 28. nóvember 2023 frá Geir Kr. Aðalsteinssyni formanni ÍBA varðandi aðstöðuleysi Karatefélags Akureyrar sem mun missa aðstöðu sína í lok þessa árs.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.
Styrkbeiðni frá lyftingadeild KA
Málsnúmer 2023091637Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 18. september 2023 frá stjórn Lyftingadeilar KA þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á búnaði og styrk vegna leigu á aðstöðu fyrir deildina. Erindið var fyrst á dagskrá ráðsins 9. október sl. þar sem erindinu var frestað og óskað eftir frekari upplýsingum um málið. Frekari gögn hafa nú borist.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að veita Lyftingardeild KA styrk að upphæð 300 þúsund krónur til kaupa á keppnisbúnaði vegna mótahalds.
Íþróttafélagið Þór - beiðni um samningaviðræður
Málsnúmer 2023031752Mál frá 42. fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs. Fræðslu- og lýðheilsuráð fól sviðsstjóra að gera drög að erindisbréfi vinnuhóps vegna framtíðaruppbyggingar og skipulags á félagssvæði Þórs og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshópsins.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindisbréf vinnuhópsins.
Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs janúar til október 2023
Málsnúmer 2023031680Árni K. Bjarnason rekstrarstjóri gerði grein fyrir rekstrarstöðu fræðslu- og lýðheilsusviðs á tímabilinu janúar til október 2023.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Barnvænt sveitarfélag - gátlistar
Málsnúmer 2023091180Lagt fram barnvænt hagsmunamat fundarins.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.