Bæjarstjórn - 3464
- Kl. 16:00 - 18:22
- Hamrar í Hofi
- Fundur nr. 3464
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirforseti bæjarstjórnar
- Andri Teitsson
- Hlynur Jóhannsson
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Heimir Haraldsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022
Málsnúmer 2018060500Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan fulltrúa í stjórn Hafnasamlags Norðurlands bs.:
Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi verði aðalfulltrúi í stað Evu Hrundar Einarsdóttur bæjarfulltrúa.Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - viðauki
Málsnúmer 2018050147Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2019:
Lagður fram viðauki 10.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Reglur um notkun á merki Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2019110419Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2019:
Lögð fram drög að reglum um notkun á merki Akureyrarbæjar.
Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með 5 samhljóða atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti drögin.Bæjarstjórn samþykkir reglur um notkun á merki Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Hönnunarstaðall Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2018100303Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2019:
Lögð fram tillaga að hönnunarstaðli Akureyrarbæjar.
Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu að hönnunarstaðli með 5 samhljóða atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillöguna.Bæjarstjórn samþykkir hönnunarstaðalinn með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Svifryk og hálkuvarnir
Málsnúmer 2019110515Rætt um svifryk og hálkuvarnir á Akureyri.
Andri Teitsson fór yfir núverandi fyrirkomulag hálkuvarna og aðgerðir til að lágmarka svifryk auk þeirra leiða sem eru til skoðunar til að bæta hálkuvarnir og draga úr svifryksmengun.
Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Heimir Haraldsson, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson og Hlynur Jóhannsson.Fylgiskjöl
Ungmennaráð - starfsemi
Málsnúmer 2011030133Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir ungmennaráð sem afgreidd voru í frístundaráði 6. nóvember sl. og samþykkt með breytingum í bæjarráði 21. nóvember sl.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti drögin. Einnig tók til máls Berglind Ósk Guðmundsdóttir.Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir ungmennaráð með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Norðurorka hf. - starfsemi og framkvæmdaáætlun
Málsnúmer 2019110517Rætt um starfsemi og framkvæmdaáætlun Norðurorku hf.
Framsögu hafði Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður stjórnar Norðurorku hf.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Andri Teitsson.Hafnasamlag Norðurlands bs. - starfsemi og framkvæmdaáætlun
Málsnúmer 2019110519Rætt um starfsemi og framkvæmdaáætlun Hafnasamlags Norðurlands bs.
Framsögu hafði Þorsteinn Hlynur Jónsson formaður stjórnar HN.
Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir. Að umræðum loknum svaraði Þorsteinn Hlynur Jónsson fyrirspurnum bæjarfulltrúa.Skýrsla bæjarstjóra
Málsnúmer 2010090095Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.