Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 18
- Kl. 15:00 - 16:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 18
Nefndarmenn
- Valdís Anna Jónsdóttirformaður
- Heimir Haraldsson
- Sigrún María Óskarsdóttir
- Sif Sigurðardóttirfulltrúi Þroskahjálpar NE
- Friðrik Sighvatur Einarssonfulltrúi Grófarinnar
- Elmar Logi Heiðarssonfulltrúi Sjálfsbjargar
Starfsmenn
- Guðrún Guðmundsdóttirþjónustustjóri
Sumarvinna með stuðningi
Málsnúmer 2021041542Akureyrarbær finnur á hverju sumri störf til að mæta þörfum ungs fatlaðs fólks til sumarvinnu.
Orri Stefánsson yfirmaður vinnuskóla og sumarvinnu með stuðningi og Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir verkstjóri vinnuskóla og sumarvinnu með stuðningi sátu fundinn og greindu frá hvernig sumarvinnan gekk.Félagsleg liðveisla
Málsnúmer 2021050574Staðan tekin varðandi hvernig gengið hefur eftir að félagsleg liðveisla var færð yfir til samfélagssviðs.
Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Giedré Grigaraviciuté verkefnastjóri félagslegrar liðveislu sátu fundinn undir þessum lið.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
Málsnúmer 2019040271Stuðningsfjölskyldur, staðan í dag.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
Málsnúmer 2019040271Guðrún Guðmundsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs kynnti starfstengt nám við Háskólann á Akureyri fyrir fólk með þroskahömlun.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
Málsnúmer 2019040271Umræða um stöðu málefna fatlaðra einstaklinga sem ekki geta skrifað nafn sitt og fá ekki rafræn skilríki, getur það valdið töluverðum vandræðum eins og í bankakerfinu og einnig á Heilsuveru þar sem krafist er rafrænna skilríkja. Verið er að vinna að þessum málum hjá Landssamtökunum Þroskahjálp.