Bæjarráð - 3721
- Kl. 08:15 - 11:35
- Fjarfundur
- Fundur nr. 3721
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
SVA - leiðakerfi 2020
Málsnúmer 2020020042Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 12. mars 2021:
Minnisblað dagsett 10. mars 2021 varðandi nýtt leiðanet SVA.
Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Þór Kristjánsson verkefnisstjóri upplýsingamiðlunar og Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur á samfélagssviði EFLU sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir nánari útfærslu og kostnaðargreiningu á nýju leiðaneti og vísar málinu til umræðu í bæjarráði.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. mars 2021 og var afgreiðslu þá frestað og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og forstöðumanni umhverfismiðstöðvar falið að afla frekari gagna vegna málsins.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir innleiðingu á nýju leiðakerfi fyrir sitt leyti miðað við þær forsendur sem liggja fyrir og felur umhverfis- og mannvirkjaráði að vinna málið áfram.
Bæjarráð bindur vonir við að nýtt leiðakerfi leiði til aukinnar notkunar á strætó og leggur áherslu á að það verði kynnt fyrir almenningi með öflugum hætti.Ásthildur Sturludóttir mætti til fundar kl. 08:25.
Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög
Málsnúmer 2021030342Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi fór yfir helstu breytingar á nýrri jafnréttislöggjöf og áhrif þeirra á sveitarfélög.
Dan Jens Brynjarsson og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar
Málsnúmer 2020040564Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025
Málsnúmer 2021030524Rætt um vinnuferli og tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2021 vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlunar árin 2023-2025.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir, með fimm samhljóða atkvæðum, framlögð drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar.
Fylgiskjöl
Sérúrræði í leikskólum - ósk um viðauka
Málsnúmer 2021023253Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 15. mars 2021:
Erindið var tekið fyrir á 46. fundi fræðsluráðs til fyrri umræðu þar sem óskað var eftir viðauka vegna sérúrræða í leikskólum að upphæð kr. 40 milljónir.
Fræðsluráð samþykkir erindið og vísar því til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir beiðnina með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.
Bæjartún íbúðafélag hses. - umsókn um stofnframlag frá Akureyrarbæ
Málsnúmer 2021020586Erindi dagsett 11. febrúar 2021 frá Ómari Guðmundssyni fyrir hönd Bæjartúns íbúðafélags hses. þar sem óskað er eftir 12% stofnframlagi til byggingar 6 íbúða á Akureyri.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. febrúar 2021
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs situr fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir, með fimm samhljóða atkvæðum, 12% stofnframlag Akureyrarbæjar til Bæjartúns íbúðafélags hses. til byggingar 6 íbúða á Akureyri. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna þessa í fjárhagsáætlun.
Íbúakosning um skipulag Oddeyrar
Málsnúmer 2021031584Farið yfir stöðu málsins og næstu skref.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Lóð Bifreiðastöðvar Oddeyrar (BSO)
Málsnúmer 2020090447Bæjarlögmaður kynnti skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um lóðarleigusamninga og gildandi dómafordæmi.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna forsvarsmönnum BSO fyrirhugaða ákvörðun bæjarráðs og veita þeim tækifæri til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum.
HGH verk ehf. - Lóð við Þingvallastræti lóðanr. 149789 og við Súluveg lóðanr. 149595
Málsnúmer 2015060134Erindi dagsett 22. mars 2021 þar sem Hjörtur Narfason f.h HGH verks ehf. leggur fram tillögu að lausn lóðamála fyrirtækisins.
Bæjarlögmaður kynnti gildandi dómafordæmi um tímabundna lóðarleigusamninga þar sem ekki er gert ráð fyrir greiðslu bóta vegna mannvirkja á tímabundnum lóðarleigusamningum.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna forsvarsmönnum HGH verks ehf. fyrirhugaða ákvörðun bæjarráðs og veita þeim tækifæri til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum.
Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2020-2021
Málsnúmer 2020090366Rætt um undanþágu frá vinnsluskyldu vegna byggðakvóta til Hríseyjar.
Bæjarráð Akureyrarbæjar óskar eftir breytingum á sérreglum vegna byggðakvóta í Hrísey, nánar tiltekið 1. mgr. 4. gr. á eftirfarandi hátt sem sérstakt skilyrði:
„Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.“Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2021
Málsnúmer 2021031191Erindi dagsett 15. mars 2021 frá Valgeiri Magnússyni framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni aðal- og varamann, karl og konu, í stjórn SÍMEY til næstu tveggja ára. Jafnframt er boðað til ársfundar miðvikudaginn 29. apríl 2021.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Margréti Tryggvadóttur sem aðalmann í stjórn SÍMEY og Hlyn Má Erlingsson til vara. Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.
Fylgiskjöl
Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2020-2024
Málsnúmer 2020020443Lögð fram fundargerð 141. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 17. mars 2021.
Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdirBæjarráð vísar lið 2 til umhverfis- og mannvirkjasviðs. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.
Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir
Málsnúmer 2018110047Lagðar fram til kynningar fundargerðir 256.-258. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsettar 19. febrúar, 25. febrúar og 12. mars 2021.
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál
Málsnúmer 2021031136Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. mars 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0822.htmlFrumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað, 495. mál
Málsnúmer 2021031128Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. mars 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. mál 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0826.htmlFrumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál
Málsnúmer 2021031130Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. mars 2021 frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0827.htmlFrumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál
Málsnúmer 2021031125Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. mars 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0993.htmlFrumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál
Málsnúmer 2021031434Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. mars 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 7. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1029.html