Íþróttaráð - 144
- Kl. 14:00 - 16:00
- Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 144
Nefndarmenn
- Tryggvi Þór Gunnarssonformaður
- Helga Eymundsdóttir
- Þorvaldur Sigurðsson
- Árni Óðinsson
- Erlingur Kristjánsson
- Jón Einar Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
- Ragnheiður Jakobsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Örvar Sigurgeirssonáheyrnarfulltrúi
- Ellert Örn Erlingssonfundarritari
Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri - afreksíþróttasvið
Málsnúmer 2014010136Bjarni Jóhannsson framhaldsskólakennari kynnti afreksíþróttasvið sem er nýtt námsframboð í smíðum í MA og VMA.
<DIV><DIV>Íþróttaráð þakkar Bjarna Jóhannssyni fyrir kynninguna. </DIV></DIV>
Sundlaug Akureyrar - opnunartímar
Málsnúmer 2012020044Farið yfir hvernig tókst til með opnun í tilraunaskyni í Sundlaug Akureyrar á annan í jólum 2013 sbr. bókun íþróttaráðs frá 21. mars 2013.
<DIV><DIV>Íþróttaráð samþykkir að hafa opið í Sundlaug Akureyrar á annan í jólum framvegis.</DIV><DIV>Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar að kostnaðargreina hugmyndir um að hafa Sundlaug Akureyrar opna 1. maí, 17. júní og næturopnun í kringum Jónsmessu. </DIV></DIV>
Hlíðarfjall - deiliskipulag skíðasvæðis (SN070129)
Málsnúmer 2010030004Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 5. desember 2013 þar sem óskað er umsagnar á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall, skíðasvæði, Akureyri.
<DIV>Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.</DIV>
Heiðursviðurkenningar íþróttaráðs
Málsnúmer 2014010137Tilnefningar stjórnar Afrekssjóðs til heiðursviðurkenninga íþróttaráðs 2013.
<DIV>Íþróttaráð samþykkir tilnefningar stjórnar Afrekssjóðs til heiðursviðurkenninga. </DIV>
Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda
Málsnúmer 2006040018Lögð fram drög að breytingum á reglum um frístundastyrki til barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi á Akureyri vegna tilkomu rafræns kerfis.
<DIV>Íþróttaráð samþykkir breytingar á reglum um frístundastyrki til barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.</DIV>
Ragnheiður Jakobsdóttir D-lista vék af fundi kl. 15:20.