Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs kynnti velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Öldungaráð þakkar Laufeyju fyrir kynninguna.
Öldungaráð leggur áherslu á að ráðið fái aðkomu að allri stefnumótun og útfærslu á aðgerðaáætlunum er snúa að eldri borgurum.
Lagt er til að haldinn verði samráðsfundur á milli öldungaráðs og velferðarráðs um málefni eldri borgara.
Einnig er lagt til að farið verði í endurskoðun á velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Formaður og varaformaður gerðu grein fyrir fundi sem þau sátu með bæjarráði þann 6. júní sl.
Öldungaráð ítrekar að tekið verði tillit til tillagna sem lagðar voru fram á fundinum með bæjarráði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
10. október nk. verður haldið málþing með yfirskriftinni "Er gott að eldast á Norðurlandi/Akureyri". Að málþinginu standa SAk, HA, HSN og Akureyrarbær.
Undirbúningshópur málþingsins vill kanna hvort fulltrúi öldungaráðs vill vera með 15 mínútna erindi af sýn aldraðra á að eldast á Akureyri.
Öldungaráð fagnar því að málþingið verði haldið og mun bregðast við erindinu með jákvæðum hætti.