Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 09:00 - 10:55
  • Fjarfundur
  • Fundur nr. 15

Nefndarmenn

    • Helgi Snæbjarnarsonformaður
    • Arnrún Halla Arnórsdóttir
    • Sigríður Stefánsdóttirfulltrúi EBAK
    • Halldór Gunnarssonfulltrúi EBAK
    • Valgerður Jónsdóttirfulltrúi EBAK

Starfsmenn

    • Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Elías G. Þorbjörnsson boðaði forföll sem og varamaður hans. Eva Björg Guðmundsdóttir boðaði forföll sem og varamaður hennar.
  • Þróunarverkefni um mælaborð - líðan og velferð aldraðra

    Málsnúmer 2020100527

    Svanfríður Jónasdóttir frá ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík ehf. kynnti skýrslu um vinnu við þróunarverkefni (mælaborð) um líðan og velferð aldraðra á Akureyri.

    Halldór S. Guðmundsson sat fundinn undir þessum lið.

    Öldungaráð þakkar Svanfríði fyrir kynninguna.

    Mikið af þeim upplýsingum sem koma fram geta nýst vel t.d. í starfi og mótun stefnu og aðgerðaáætlunar. En það kemur líka fram að mikið af upplýsingum vantar eða að þær eru ónákvæmar. Ráðið tekur undir tillögu skýrsluhöfunda um að bæta þurfi skráningu innan bæjarkerfisins um þjónustu við eldra fólk og að semja við Félagsvísindastofnun um að stækka úrtak fyrir Akureyri í könnunum um hagi og líðan aldraðra. Einnig verði skoðað hvort gera ætti sjálfstæða könnun á Akureyri um tiltekna þætti, sem upplýsingar vantar um.

    Fylgiskjöl
  • Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða

    Málsnúmer 2021080858

    Halldór S. Guðmundsson kynnti drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2030.

    Öldungaráð telur þessi drög að stefnu mikilvægt framlag til að efla og bæta þjónustu við eldra fólk og lýsir stuðningi við fjölmargar tillögur sem þar koma fram. Ráðið bendir einnig á að tillögur og sjónarmið sem öldungaráð hefur sett fram eru í miklu samræmi við það sem kemur fram í stefnunni. Ráðið vekur athygli á og tekur undir mörg atriði sem fram koma í umsögn Pálma V. Jónssonar öldrunarlæknis og birtist í samráðsgátt stjórnvalda.

    Öldungaráð beinir því til bæjarstjórnar að efna til umræðu innan bæjarkerfisins um stefnuna og að beita sér fyrir umræðu og samvinnu innan Sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtakanna.

    Öldungaráð telur mikilvægt að ráðið verði með í þeirri umræðu sem framundan er.

    Til að koma stefnunni í framkvæmd þarf m.a. að skýra ábyrgð, verkaskiptingu, samvinnu og fjármögnun milli ríkis og sveitarfélaga. Eldra fólk á ekki að búa við öryggisleysi og breytingar vegna skorts á samhæfingu og fjármögnun, eins og nýleg dæmi eru um varðandi rekstur öldrunarheimila.

    Einnig þarf Akureyrarbær að skoða vel þau atriði, sem hann ber ábyrgð á og hvar vantar í þá þjónustu. Leita þarf samvinnu við aðra sem sjá um þjónustu við hópinn, til að hún verði samhæfð.

    Ráðið leggur til að unnið verði m.a. eftir hugmyndafræði um aldursvæn samfélög og minnir á að hjá SÞ er áratugurinn 2021 til 2030 áratugur farsællar öldrunar.

    Fylgiskjöl
  • Stjórnsýslubreytingar 2021 - samfélagssvið

    Málsnúmer 2021080424

    Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir samþykktar stjórnsýslubreytingar sem taka munu gildi 1. janúar 2022.

    Öldungaráð þakkar Ásthildi fyrir kynninguna.

    Ráðið telur að ekki hafi verið hugað nægilega að málefnum og þjónustu við eldra fólk í þeim stjórnsýslubreytingum, sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu.

    Mjög nauðsynlegt er að efla yfirsýn og samhæfingu í þessum málaflokki þannig að öldungaráðið geti uppfyllt sínar lagalegu skyldur er varðar bæði heiluseflingu, velferð og þjónustu við eldra fólk. Tryggja verður samráð fræðslu- og lýðheilsusviðs og velferðarsviðs með formlegum hætti.

    Fylgiskjöl
  • Safnastefna Akureyrarbæjar

    Málsnúmer 2014110087

    Á fundi bæjarráðs þann 10. júní sl. var samþykkt að óska eftir umsögn öldungaráðs á Safnastefnu Akureyrarbæjar.

    Öldungaráð leggur til að inn í stefnuna verði bætt ákvæðum í anda stefnu um aldursvænt samfélag til að efla virkni og þátttöku eldra fólks. Þetta felur í sér gott aðgengi að söfnum og umhverfi sem er þægilegt fyrir eldra fólk t.d. stólar að sitja í og greinilegt letur á upplýsingum. Einnig að boðið verði upp á kynningar, dagskrár og heimsóknir, ferðir á söfnin, sérstök tilboð t.d. í verði og samvinnu við félagsmiðstöðvar og Félag eldri borgara.

    Fylgiskjöl
  • Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

    Málsnúmer 2020010595

    Sigríður Stefánsdóttir gerði grein fyrir vinnu stýrihóps um gerð aðgerðaáætlunar.

    Öldungaráð þakkar Sigríði fyrir kynninguna.

    Ráðið er sammála því að áfangaskipta vinnunni og áherslan verði á aukna heilsueflingu í fyrsta áfanga.

    Ráðið hvetur til að settur verði kraftur í aðgerðaáætlun þannig að hægt verði að taka mið af tillögum við gerð fjárhagsáætlunar 2022.