Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Helga Erlingsdóttir starfandi framkvæmdastjóri ÖA og Bergdís Ösp Bjarkadóttir frá búsetusviði mættu á fundinn og gerðu grein fyrir viðbrögðum Akureyrarbæjar vegna eldri borgara á tímum COVID-19.
Öldungaráð þakkar Helgu og Bergdísi fyrir góðar kynningar.
Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður stýrihóps um heilsueflandi samfélag og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir verkefninu heilsueflandi samfélag.
Öldungaráð þakkar fyrir kynninguna og umræður á fundinum. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag mun boða til samráðsfundar með fulltrúum EBAK þar sem farið verður yfir heilsueflandi aðgerðir í þágu eldri borgara.
Elías Gunnar Þorbjörnsson vék af fundi kl. 09:55.
Farið yfir drög að starfsreglum öldungaráðs.
Afgreiðslu frestað.
Lögð fram til kynningar ályktun ásamt greinargerð frá aðalfundi félags eldri borgara sem haldinn var þriðjudaginn 2. júní sl.
Óskað er eftir því að vinna við gerð heildstæðrar aðgerðaáætlunar um málefni eldri borgara hefjist sem fyrst.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn um tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar vegna breytinga á stígakerfi Akureyrar.
Öldungaráð fagnar því að verið sé að gera breytingar á aðalskipulagi stígakerfis en leggur áherslu á aðskilnað gangandi og hjólandi vegfarenda á stígunum og betri merkingar. Að öðru leyti tekur ráðið undir bókun frístundaráðs.
Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneyti varðandi stuðning við aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 á tímum COVID-19.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með þetta framtak og að Akureyrarbær hafi sótt um styrki m.a. vegna heilsueflandi aðgerða.