Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Í forföllum Bergljótar Jónasdóttur forstöðumanns tómstundamála, kynnti Sigríður Stefánsdóttir stuttlega félagsstarf fyrir eldri borgara á vegum Akureyrarbæjar.
Fyrri samningur rann út um sl. áramót, eftir að Akureyrarbær sagði honum upp með 6 mánaða fyrirvara. Viðræður um nýjan samning standa yfir og fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs hafa lagt fram grundvallarforsendur og hugmyndir um innihald.
Með bréfi dagsett 2. mars sl. óskaði Félag eldri borgara eftir að öldungaráð fjallaði um málið. Bréf félags eldri borgara fylgdi fundarboði.
Öldungarráð Akureyrarkaupstaðar leggur áherslu á að áfram verði rekið öflugt félagsstarf eldri borgara í tveimur félagsmiðstöðvum.
Öldungaráðið hvetur til þess að áfram verði leitað samkomulags Akureyrarbæjar og Félags eldri borgara um fyrirkomulag og rekstur félagsmiðstöðvanna, þar sem áhersla verði lögð á valdeflingu, þ.e. að félagar hafi sem mest um þá þjónustu að segja sem þeir njóta.