Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar kynnti vinnuna og ferlið vegna fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2024.
Öldungaráð þakkar Kristínu kærlega fyrir kynninguna.
Öldungaráði þykir miður að einungis sé gert ráð fyrir þremur niðurgreiddum máltíðum í viku í félagsmiðstöðvum fólksins, Sölku og Birtu. Sem og að ekki sé gert ráð fyrir lýðheilsustyrk fyrir eldri borgara í fjárhagsáætlun ársins 2024 og minnir á að fulltrúar öldungaráðs og EBAK munu fúslega aðstoða við skipulagningu og framkvæmd verkefnisins ef og þegar þess verður óskað.
Hjálmar Pálsson L-lista vék af fundi og Hallgrímur Gíslason varaformaður tók við fundarstjórn.
Varaformaður tók við stjórn fundarins
Samkvæmt samþykkt öldungaráðs frá árinu 2019 skal samþykktin endurskoðuð fyrir árslok 2020 og síðan í upphafi hvers kjörtímabils. Samþykktin hefur ekki verið endurskoðun síðan 2019 og því er mikilvægt að endurskoða samþykktina.
Öldungaráð samþykkir breytingar á samþykkt öldungaráðs fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Umræður um stöðu verkefna á fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara og umræður um vinnuna á annarri aðgerðaáætlun.
Lagt fram til kynningar.
Endurskoðun á vinnu starfsáætlunar öldungaráðs fyrir árið 2024.
Frestað til næsta fundar.