Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar kynntu drög að nýju leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar.
Öldungaráð þakkar þeim Jóni og Hrafni fyrir kynninguna.
Þjónusta og ferðir Strætisvagna Akureyrar eru mikilvægar mörgum eldri borgurum.
Eins og fyrir aðra notendur skiptir máli að leiðakerfið sé skiljanlegt og ekki allt of langt milli ferða.
Fyrir eldri borgara skiptir miklu máli, að ekki sé of langt á stoppistöðvar frá heimili og áfangastöðum t.d. heilbrigðisstofnunum, félagsstarfi, íþrótta- og heilsubótarstöðvum, menningu og ýmsum viðburðum, verslunum og stöðum til nauðsynlegra aðfanga. Eldri borgarar búa víða um bæinn, en búsetan er víða þétt og þarf því sértaklega að huga að þeim stöðvum.
Sú tillaga sem nú liggur fyrir uppfyllir í mörgum atriðum ekki þessi sjónarmið t.d. lengist leið að og frá stoppistöðvum víða og heil hverfi eru án þjónustu, sama gerðist í síðustu breytingu á leiðakerfi.
Það er slæmt/ámælisvert að ekki hafi verið hugað að hagsmunum eldri borgara þegar forsendur og leiðarljós fyrir breytingu á kerfinu voru settar. Sjónarmið skólafólks og eldri borgara varðandi lengd frá stoppistöðvum eru t.d. skiljanlega ekki þau sömu.
Félag eldri borgara og þjónustuhópur félagsmiðstöðva hefur safnað saman ábendingum og athugasemdum, sem sendar verða til bæjaryfirvalda . Þær lúta flestar að ofangreindum atriðum. Öldungaráð tekur undir þær og óskar eftir að tekið verði tillit til þeirra og þessarar bókunar í áframhaldandi vinnu. Ráðið lýsir sig fúst til samstarfs.
Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðbrögðum Akureyrarbæjar vegna eldri borgara á tímum þriðju bylgju COVID-19 faraldursins. Jafnframt gerði Eva Björg Guðmundsdóttir grein fyrir viðbrögðum heilsugæslunnar vegna þjónustu heimahjúkrunar.
Öldungaráð leggur áherslu á að allt verði reynt til að viðhalda góðri þjónustu við eldri borgara á tímum COVID-19. Einnig þarf að bregðast við einangrun og einmanaleika meðan á takmörkunum stendur og þegar einangrun lýkur, gjarnan með nýjum leiðum og samstarfi.
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisfulltrúi kynnti mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Öldungaráð þakkar fyrir kynninguna og leggur áherslu á að það sé mikilvægur liður í mannréttindum eldri borgara að þeir séu með í stefnumótun í málum, sem þá varða og hafi val og áhrif á þá þjónustu sem þeim sé veitt.
Til kynningar deiliskipulag fyrir nýja íbúðabyggð í Holtahverfi.
Öldungaráð gerir ekki athugasemdir.
Hallgrímur Gíslason vék af fundi kl. 14:45.
Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs frá fundi 12. nóvember sl. vegna fundargerðar frá sameiginlegum fundi bæjarstjórnar og öldungaráðs.
Öldungaráð vill ítreka að nauðsynlegt er að hefja strax vinnu við aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.