Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Sviðsstjóri samfélagssviðs gerði grein fyrir verkefninu heilsueflandi samfélag.
Farið var dagskrá ráðstefnu sem Öldrunarráð Íslands og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands héldu þann 15. febrúar sl. sem bar yfirskriftina "Rokkað inná efri ár - nýjar forvarnaleiðir". Fundarmenn sammála því að gaman væri að fá þessa ráðstefnu til Akureyrar að öllu eða einhverju leyti. Sviðsstjóra falið að hafa samband við ráðstefnuaðila og kanna möguleikann á slíku. Rætt um að hafa opin fund eða ráðstefnu í vikunni 23. - 27. apríl nk. þar sem megin áhersla yrði á heilsueflandi málefni. Í framhaldinu voru ræddar ýmsar hugmyndir í þá átt að auka framboð á heilsueflingu fyrir eldri borgara.
Til umræðu önnur mál er snerta Öldungaráð.
Meðal málefna sem voru rædd undir þessum lið:
- Nauðsynlegt að fá kynningu á sjúkratryggingakerfinu í tengslum við opin fund hjá eldri borgurum.
- Nauðsynlegt að fá kynningu á þjónustu bæjarins til eldri borgara í tengslum við opin fund hjá eldri borgurum.
- 10 ára áætlun nefnda og ráða. Samþykkt að óska eftir því að velferðarráð og frístundaráð hafi kynningu á þeim málefnum sem tengjast eldri borgurum á næsta fundi ráðsins.
- Fara þarf yfir samþykkt Öldungaráðs. Sviðsstjóra falið að skoða það.
- Nefndir og ráð bæjarins þurfa að vera duglegri að vísa málum til umfjöllunar eða umsagnar ráðsins.
- Stefnt skal að því að ráðið standi fyrir einum til tveimur opnum fundum á ári þar sem til umfjöllunar eru málefni sem brenna á eldri borgurum hverju sinni.
- Sagt var frá því að aðalfundur EBAK yrði þann 26. mars nk.
- Sagt var frá því að EBAK í samvinnu við HA standi fyrir ráðstefnu þann 12. apríl nk.
- Næsti fundur ákveðinn þann 6. mars kl. 09:00