Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 - 14:30
  • Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 33

Nefndarmenn

    • Hjálmar Pálssonformaður
    • Hildur Brynjarsdóttir
    • Brynjólfur Ingvarsson
    • Hallgrímur Gíslasonfulltrúi EBAK
    • Úlfhildur Rögnvaldsdóttirfulltrúi EBAK
    • Þorgerður Jóna Þorgilsdóttirfulltrúi EBAK
    • Eva Björg Guðmundsdóttirfulltrúi HSN

Starfsmenn

    • Bjarki Ármann Oddssonrekstrarstjóri ritaði fundargerð
Þórhallur Harðarson D-lista sat fundinn í fjarveru Hildar Brynjarsdóttur.
  • Reglur um akstursþjónustu Akureyrarbæjar

    Málsnúmer 2023110731

    Lögð fram til umsagnar drög að endurskoðuðum reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar.

    Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti drögin fyrir öldungaráði.

    Öldungaráð þakkar Karólínu fyrir kynninguna.

  • Næring eldra fólks

    Málsnúmer 2023120452

    Eva Björg Guðmundsdóttir kynnti niðurstöður rannsóknar Söndru Ásgrímsdóttur sem gerð var á næringarástandi eldra fólks í sjálfstæðri búsetu á Akureyri og nágrenni. Rannsóknin var gerð á vegum Háskólans á Akureyri í samstarfi við heimahjúkrun Heilbrigðistofnunar Norðurlands.

    Öldungaráð þakkar Evu fyrir kynninguna. Öldungaráð fagnar því að þessi þarfa rannsókn hafi verið framkvæmd. Niðurstöðurnar eru sláandi en þær sýna meðal annars að 36% einstaklinga í sjálfstæðri búsetu á Akureyri sem fá þjónustu frá heimahjúkrun HSN eru með ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu. Öldungaráð hvetur til frekari rannsókna og þekkingaröflunar á þessu mikilvæga sviði.

  • Málefni Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hlíðar

    Málsnúmer 2023031287

    Þóra Sif Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Heilsuverndar Hjúkrunarheimila sat fundinn undir þessum lið og sagði frá biðlistum og stöðu framkvæmda við Hlíð.

    Öldungaráð þakkar Þóru fyrir kynninguna. Öldungaráð telur mikilvægt að fá að fylgjast með stöðu mála á hjúkrunarheimilunum, bæði á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu. Öldungaráð ítrekar enn og aftur áhyggjur sínar af stöðu mála vegna framkvæmda við hjúkrunarheimilið Hlíð.

  • Starfsáætlun öldungaráðs 2024

    Málsnúmer 2022120098

    Lögð fram drög að starfsáætlun öldungaráðs fyrir árið 2024.