Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Framhald umræðu frá síðsta fundi.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir samtali sem hann átti við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Öldungaráð Íslands sem héldu ráðstefnuna "Rokkað inná efri ár - nýjar forvarnaleiðir". Ráðstefnan var tekin upp og eru nú öll erindi hennar aðgengileg á Youtube. Ekki er áhugi þessara aðila að koma norður með erindi. Rætt var um að halda fund á Akureyri um miðjan maímánuð með fyrirlesurum frá Akureyri.
Farið var yfir nokkur mál.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir svari frá Sjúkratryggingum Íslands við fyrirspurn þess eðlis hvort hægt væri að fá kynningu á nýja sjúkratryggingakerfinu hingað norður. Svarið var einfalt; "við sendum ekki starfsmann norður en ykkur er frjálst að senda inn spurningar".
Fullrúar EBAK sögðu frá ráðstefnu sem félagið í samstarfi við HA stendur fyrir þann 12. apríl nk. en yfirskriftin er Maður er manns gaman. Ráðstefna um félagsauð og heilsu á efri árum.
Rætt var um að fá kynningu á þjónustu Akureyrarbæjar á stuttum kynningarfundi fyrir eldri borgara. Fundurinn yrði í Bugðusíðu. Rætt var um að gaman væri að fá kynningu á nýsköpun og velferðartækni í öldrunarþjónustu. Sviðstjóra falið að vinna áfram.
Ítrekað var að fari þyrfti í endurskoðun á samþykkt Öldrunarráðs.
Jón Hrói Finnsson sviðsstjóra Búsetusviðs mætti á fundinn og fór yfir helstu áhersluatriði í 10 ára áætlun velferðarsviðs.
Öldungaráð þakka Jóni Hróa fyrir góða kynningu. Öldungaráð hvetur velferðarráð til að eiga samtal við félag eldri borgara um áherslur í áætluninni.
Næsti fundur ákveðin þriðjudaginn 3. apríl nk.