Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 805
- Kl. 13:00 - 13:22
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 805
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Fjólugata 14 - umsókn um byggingarleyfi vegna vinnustofu
Málsnúmer 2020120199Erindi dagsett 8. desember 2020 þar sem Arnar Birgir Ólafsson sækir um byggingarleyfi til að breyta geymsluhúsi á lóð nr. 14 við Fjólugötu í vinnustofu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 13. janúar 2021. Innkomið samþykki nágranna 4. mars 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Strandgata 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021020815Erindi dagsett 17. febrúar 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 31 við Strandgötu. Fyrirhugað er að bæta við tveimur gluggum á norðurhlið. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomin umsögn slökkviliðs 24. febrúar 2021 og samþykki nágranna 3. mars 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Kjarnagata 61 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021023363Erindi dagsett 25. febrúar 2021 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 61 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Halldóruhagi 2 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2021023437Erindi dagsett 26. febrúar 2021 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 2 við Halldóruhaga á lóðinni nr. 61 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Jóninnuhagi 1 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2021023438Erindi dagsett 26. febrúar 2021 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 1 við Jóninnuhaga á lóðinni nr. 61 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Margrétarhagi 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021030127Erindi dagsett 2. mars 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kistu Byggingarfélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 11 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Hringteigur 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir þakgluggum, B-álmu
Málsnúmer 2021030170Erindi dagsett 2. mars 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Ríkiseigna sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2 við Hringteig. Fyrirhugað er að breyta ofanljósum í staka þakglugga í B-álmu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.