Stjórn Akureyrarstofu - 317
- Kl. 12:00 - 13:45
- Fjarfundur
- Fundur nr. 317
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Fanney Stefánsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Finnur Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
- Þórgnýr Dýrfjörðforstöðumaður Akureyrarstofu
Safnastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2014110087Safnastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fyrirliggjandi drög að Safnastefnu Akureyrarbæjar, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, ásamt aðgerðaáætlun, verði lögð fram til kynningar hjá hagaðilum.
Fylgiskjöl
Menningarsjóður 2021
Málsnúmer 2021031614Tillögur að byggingarlistaverðlaunum, húsverndarviðurkenningu, starfslaunum listamanna og heiðursviðurkenningum lagðar fram.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framkomnar tillögur. Afhending verðlaunanna verður á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 22. apríl nk.
Laxdalshús - útleiga
Málsnúmer 2015010247Bréf dagsett 30. apríl 2021 frá Eyþóri Inga Jónssyni f.h. Hymnodiu-Kammerkórs Akureyrar, þar sem tilkynnt er um að kórinn hyggist ekki óska eftir framlengingu á samningi um leigu á Laxdalshúsi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela starfsmönnum að auglýsa Laxdalshús til leigu í samræmi við gildandi viðmiðunarreglur.
Fylgiskjöl
Hugmynd að Rannsóknarstofu handverks
Málsnúmer 2021031443Lagt fram erindi frá Jennýju Karlsdóttur þar sem kynnt er hugmynd að Rannsóknarstofu handverks og þar sem óskað er eftir að fá Laxdalshús undir starfsemina.
Stjórn Akureyrarstofu hyggst leigja út Laxdalshús og bendir forsvarsmönnum Rannsóknarstofu handverks á að sækja um þegar auglýst verður eftir leigjendum.
Fylgiskjöl
Ársskýrsla samfélagssviðs
Málsnúmer 2020050003Ársskýrsla samfélagssviðs fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar.
Iðnaðarsafnið - ársreikningur 2020
Málsnúmer 2021040525Ársreikningur Iðnaðarsafnsins fyrir árið 2020 lagður fram til kynningar.
Fylgiskjöl
Húsnæðismál AkureyrarAkademíunnar
Málsnúmer 2019040047Lögð fram samningsdrög að samkomulagi á milli Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademínunnar um leigu aðstöðu í húsnæði AkureyrarAkademíunnar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2021
Málsnúmer 2020060900Farið yfir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu og stöðu verkefna eftir fyrstu þrjá mánuði ársins.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2021
Málsnúmer 2021011468Markaðsstofa Norðurlands - fundargerðir
Málsnúmer 2020040527Fundargerðir MN frá 26. janúar og 1. febrúar 2021 lagðar fram til kynningar.
Fylgiskjöl
Útboð - Rekstur kaffihúss í Listasafninu á Akureyri
Málsnúmer 2021031097Greinargerð dómnefndar lögð fram ásamt tillögu að vali.
Niðurstaða dómnefndar er að leggja til við stjórn Akureyrarstofu að gengið verði til samninga við Eyþór Gylfason og Þórunni Eddu Magnúsdóttur á grundvelli innsendrar umsóknar.Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögu dómnefndar.