Velferðarráð - 1350
- Kl. 14:00 - 15:36
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1350
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonformaður
- Guðrún Karitas Garðarsdóttir
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Guðmundsdóttirsettur sviðsstjóri
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks
Málsnúmer 2022030523Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dagsett 9. mars 2022 þar sem leitað er eftir þátttöku sveitarfélaga í móttöku flóttafólks sem leitar hingað til lands vegna stríðsátaka.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.Akureyrarbær hefur mikla reynslu af móttöku flóttamanna og hefur m.a. tekið þátt í verkefni á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis í að þróa samræmda móttöku flóttafólks á Íslandi. Fjöldi einstaklinga leitar nú skjóls vegna stríðsátaka og Akureyrarbær hefur lýst yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina og er reiðubúinn að taka á móti fólki frá Úkraínu. Velferðarráð hvetur íbúa Akureyrar hafi þeir viðeigandi húsnæðisúrræði fyrir flóttafólk að senda umsókn á vefsíðuna https://www.mcc.is/is/ukraine sem finna má á vef Fjölmenningarseturs.
SES - samvinna eftir skilnað
Málsnúmer 2022030537Kynning á SES, samvinna eftir skilnað er gagnreynd aðferð til að styðja við foreldra sem standa í skilnaði, til að lágmarka skaðleg áhrif á börn.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögmaður velferðarsviðs sátu fundinn undir þessum lið.Þróun úrræðis í barnavernd, greiningar- og þjálfunarvistun á einkaheimili
Málsnúmer 2022030559Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið og kynnti minnisblað varðandi þróun úrræðis í barnavernd.
Samningar um öryggisgæslu 2022
Málsnúmer 2022030534Öryggisvistun, staðan á viðræðum við ríkið.
Guðrún Guðmundsdóttir settur sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir stöðu viðræðna.