Íþróttaráð - 136
- Kl. 14:00 - 16:00
- Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 136
Nefndarmenn
- Tryggvi Þór Gunnarssonformaður
- Helga Eymundsdóttir
- Þorvaldur Sigurðsson
- Erlingur Kristjánsson
- Páll Jóhannesson
- Jón Einar Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
- Ragnheiður Jakobsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Dýrleif Skjóldaláheyrnarfulltrúi
- Ellert Örn Erlingssonfundarritari
Aðstaða til íþróttakennslu í grunnskólum Akureyrar
Málsnúmer 2013080167Lagt fram til kynningar B.Ed.-lokaverkefni Jóhannesar G. Bjarnasonar frá kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2013 varðandi aðstöðu til íþróttakennslu í grunnskólum Akureyrar. Jóhannes G. Bjarnason sat fundinn undir þessum lið.
<DIV>Íþróttaráð þakkar Jóhannesi G. Bjarnasyni fyrir kynninguna og heimsóknina.</DIV>
Skíðaleiga í Hlíðarfjalli
Málsnúmer 2013080168Erindi dags. 15. ágúst 2013 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Skíðastaða í Hlíðarfjalli þar sem óskað er eftir bættri aðstöðu fyrir skíðaleigu í Hlíðarfjalli til að geta haldið betur utan um reksturinn og skapað betri vinnuaðstöðu.\nGuðmundur Karl sat fundinn undir þessum lið.
<DIV>Íþróttaráð samþykkir erindið og óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar vinni málið áfram.</DIV>
Fjárhagsáætlun 2014 - íþróttaráð
Málsnúmer 2013080071Umræður og vinna vegna fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2014.\nGuðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli og Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.
<DIV>Íþróttaráð þakkar Guðmundi Karli og Elínu fyrir komuna. </DIV>
Íþróttabandalag Akureyrar - íþróttasaga Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2013070154Tekið fyrir að nýju erindi dags. 8. júlí 2013 frá Þresti Guðjónssyni formanni ÍBA þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi til að hefja vinnu við að skrifa og gefa út íþróttasögu Akureyrarbæjar.
<DIV>Íþróttaráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarráðs. </DIV>
Íþróttadeild - langtímaáætlun
Málsnúmer 2013030343Unnið að langtímaáætlun málefna sem heyra undir íþróttaráð.
<DIV></DIV>