Bæjarráð - 3443
- Kl. 09:00 - 11:48
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3443
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Logi Már Einarssonvaraformaður
- Matthías Rögnvaldsson
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Margrét Kristín Helgadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
Afskriftir lána 2014
Málsnúmer 20141200672. liður í fundargerð félagsmálaráðs dagsett 17. desember 2014:
Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram áætlun um afskriftir lána 2014.
Félagsmálaráð samþykkir áætlunina og vísar málinu til bæjarráðs.Bæjarráð samþykkir framlagða áætlun um afskriftir lána 2014.
Sjúkratryggingar Íslands - sjúkraflutningar
Málsnúmer 2014050035Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2014
Málsnúmer 2014010020Lögð fram til kynningar fundargerð 823. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 12. desember 2014. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx
Fylgiskjöl
Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2014
Málsnúmer 2014010038Lögð fram til kynningar 80. fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 2. og 9. desember 2014. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015Fylgiskjöl
Greið leið ehf - aukafundur 2015
Málsnúmer 2015010048Lagt fram erindi dagsett 5. janúar 2015 til hluthafa í Greiðri leið ehf þar sem boðað er til aukafundar mánudaginn 12. janúar nk. að Hafnarstræti 91, 3. hæð, kl. 11:00.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.