Framkvæmdaráð - 299
16.01.2015
Hlusta
- Kl. 08:15 - 10:45
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 299
Nefndarmenn
- Dagur Fannar Dagssonformaður
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
Starfsmenn
- Helgi Már Pálssonbæjartæknifræðingur
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
- Jón Birgir Gunnlaugssonforstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður hans.[line]
Sjúkratryggingar Íslands - sjúkraflutningar 2014 - framlenging á samningi
Málsnúmer 2014050035Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mætti á fund framkvæmdaráðs undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála vegna samninga við SÍ.
Framkvæmdaráð þakkar bæjarstjóra greinargóða kynningu.
Umhverfisátak
Málsnúmer 2012080082Staða áætlunar fyrir árið 2014 kynnt og farið yfir með hvaða hætti framkvæmd umhverfisátaksins fyrir árið 2015 verði höfð.
Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.
Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild
Málsnúmer 2014080067Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015 og kynntar hugmyndir af Drottningarbrautarstígnum ásamt kostnaðaráætlun.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum.
Kæra vegna útboðsmála um snjómokstur og hálkuvarnir
Málsnúmer 2014110205Lögð fram og kynnt greinargerð Akureyrarbæjar vegna kæru á útboði snjómoksturs og hálkuvarna.
Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.