Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 261
- Kl. 08:15 - 11:05
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 261
Nefndarmenn
- Dagur Fannar Dagssonformaður
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirframkvæmdastjóri
- Steindór Ívar Ívarssonverkefnastjóri viðhalds
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
Fasteignir Akureyrarbæjar - kynjuð fjárhagsáætlanagerð
Málsnúmer 2015050046Kynning á hugtakinu kynjuð fjárhagsáætlanagerð.
Stöðuskýrslur FA 2015
Málsnúmer 2015040077Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 2 fyrir stjórn FA.
Fasteignir Akureyrarbæjar - kynning á viðhaldi fyrir stjórn FA
Málsnúmer 2014120118Lagt fram minnisblað dagsett 7. maí 2015 um helstu viðhaldsverkefni hjá FA á árinu 2015.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að keyptur verði nýr ofn í eldhús Brekkuskóla og að kostnaðurinn verði færður á liðinn óráðstafað til búnaðarkaupa 2015.
Listasafn - endurbætur 2015
Málsnúmer 2014010168Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 6. maí 2015 vegna hugarflugsfundar um framtíðarsýn Listasafnsins sem haldinn var í Ketilhúsinu 22. apríl 2015.
Íbúðir fyrir fatlað fólk - nýframkvæmd
Málsnúmer 2015050024Rætt um húsnæðismál fatlaðra og tilnefning í verkefnislið um málefnið.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar skipar Dag Fannar Dagsson L-lista í verkefnisliðið.
Naustaskóli - breytingar vegna áforma um að staðsetja til frambúðar tvær deildir Naustatjarnar í Naustaskóla
Málsnúmer 2015040081Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2015 frá skóladeild um framtíð leikskóladeilda Naustatjarnar í húsnæði Naustaskóla. Málið var áður á dagskrá 17. apríl 2015 og var tekið fyrir hjá bæjarráði 30. apríl 2015 þar sem málinu var vísað aftur til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar til skoðunar.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í framkvæmdir við salerni í Naustaskóla til að koma fyrir tveimur deildum Naustatjarnar í skólanum með fyrirvara um að bæjarráð samþykki viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 14.000.000 til verksins.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu þessa liðar.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings
Málsnúmer 2015030205Farið yfir stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum við aðstöðusköpun hjá Siglingaklúbbnum Nökkva.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar leggur til að framkvæmdaáætlun við félagssvæði Nökkva verði endurskoðuð og að fjármagn ársins 2015 samkvæmt uppbyggingarsamningi verði nýtt í að ljúka þeim framkvæmdum sem þegar eru hafnar á svæðinu ásamt hönnun á framtíðarsýn félagsins í húsnæðismálum.