Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 982
- Kl. 13:00 - 13:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 982
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Rebekka Rut Þórhallsdóttirfulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
- Ólafur Elvar Júlíussonverkefnastjóri byggingarmála
- Katrín Rós Ívarsdóttirverkefnastjóri fasteignaskráningar
Lyngmói 1-3-5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024061732Erindi dagsett 25. júní 2024 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Trétaks ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Lyngmóa. Innkomin ný gögn 28. ágúst 2024 eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Tryggvabraut 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1
Málsnúmer 2024081746Erindi dagsett 27. ágúst 2024 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson f.h. Yrkis eigna ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 8 við Tryggvabraut. Innkomin gögn eftir Guðmund Odd Víðisson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hulduholt 14-16 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023061778Erindi dagsett 28. ágúst 2024 þar sem Yngvi Ragnar Kristjánsson fyrir hönd Kötlu ehf. sækir um breytingar á áðum samþykktum teikningum af parhúsi á lóð nr. 14-16 við Hulduholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Yngva Ragnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Þingvallastræti 50 - umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2024021315Erindi dagsett 23. febrúar 2024 þar sem Zipline Akureyri ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gáma í stað húss nr. 50 við Þingvallastræti.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.