Umhverfis- og mannvirkjaráð - 178
- Kl. 08:15 - 10:45
- Fundarherbergi UMSA
- Fundur nr. 178
Nefndarmenn
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttirformaður
- Bjarney Sigurðardóttirvaraformaður
- Þórhallur Harðarson
- Ingimar Eydal
- Hilda Jana Gísladóttir
- Halla Birgisdóttir Ottesenáheyrnarfulltrúi
- Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Móahverfi - gatnagerð og lagnir - áfangi 2
Málsnúmer 2024120983Tekin umræða um stöðuna á framkvæmdum við Móahverfi og framhaldið.
Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.Þórssvæðið - knattspyrnuvöllur
Málsnúmer 2024030763Lagt fram minnisblað dagsett 3. febrúar 2025 varðandi opnun tilboða á lýsingu á gervigrasvöll á Þórssvæðinu.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins til 18. febrúar 2025.
Hlíðarfjall - vélaskemma
Málsnúmer 2022110166Lögð fram stöðuskýrsla dagsett í janúar 2025 varðandi framkvæmdir við vélaskemmu í Hlíðarfjalli.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð
Málsnúmer 2022110167Umræða um farveg textíls á Akureyri og nytjagáma Rauðakrossins.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir frekari upplýsingum um farveg textíls, magn og kostnað við förgun hans.
Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:
Ég hvet umhverfis- og mannvirkjaráð til þess að biðja bæjarstjórn um að gangast fyrir því að stjórnvöld taki upp úrvinnslugjald á textíl.Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð
Málsnúmer 2022110167Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála vegna kæru á útboði reksturs grenndarstöðva og gámasvæðis í sveitarfélaginu þar sem tilkynnt er að kröfum kæranda er hafnað.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.Kisukot
Málsnúmer 2025010584Lagt fram minnisblað dagsett 3. janúar 2025 varðandi meðhöndlun katta í bæjarfélaginu.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs, í samráði við bæjarlögmann, að gera drög að tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot, tímabundið til eins árs og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Ingimar Eydal B-lista situr hjá.
Ólafur Kjartansson V-lista leggur fram svohljóðandi bókun:
Það þarf að taka tillit til þess að kettir eru ekki tegund sem á heima í íslenskri náttúru og það stenst ekki verndarsjónarmið að sleppa heimlislausum köttum á víðavangi.Óshólmanefnd 2022 - 2026
Málsnúmer 2022080342Lögð fram fundargerð frá fundi nefndarinnar þann 16. október 2024.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar liðum 2 og 3 í fundargerð óshólmanefndar frá 16. október 2024 til skipulagsráðs.
Fylgiskjöl