Bæjarstjórn - 3470
- Kl. 16:00 - 16:26
- Hamrar í Hofi
- Fundur nr. 3470
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirforseti bæjarstjórnar
- Andri Teitsson
- Hlynur Jóhannsson
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Heimir Haraldsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki
Málsnúmer 2019020276Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. mars 2020:
Lagður fram viðauki 2.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 að fjárhæð 15 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti efni viðaukans.Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Mannréttindastefna 2020-2023
Málsnúmer 2019030417Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. mars 2020:
Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 19. febrúar 2020:
Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir framlagða mannréttindastefnu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Málið var á dagskrá bæjarráðs 27. febrúar og 5. mars sl. og var afgreiðslu frestað í bæði skiptin.
Bæjarráð vísar mannréttindastefnu 2020-2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Andri Teitsson kynnti stefnuna.Bæjarstjórn samþykkir mannréttindastefnu Akureyrarbæjar 2020-2023 með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) - reglur
Málsnúmer 2012080060Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. mars 2020:
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 4. mars 2020:
Lögð fram að nýju drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð eftir umsagnarferli hjá notendaráði í málaflokki fatlaðra.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Heimir Haraldsson kynnti reglurnar.Bæjarstjórn samþykkir reglur um notendastýrða persónulega aðstoð með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Sundlaug Akureyrar - afsláttur fyrir hópa
Málsnúmer 2020010358Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. mars 2020:
Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 4. mars 2020:
Lögð fram til umræðu afsláttarkjör til hópa í Sundlaug Akureyrar sem voru samþykkt á fundi íþróttaráðs 6. desember 2012.
Frístundaráð samþykkir tillögu forstöðumanns um afsláttarkjör fyrir hópa og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði og bæjarstjórn.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um afsláttarkjör fyrir hópa og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að fella afsláttarkjörin inn í gjaldskrá og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillöguna.Bæjarstjórn samþykkir tillögu um breytingu á gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar um afsláttarkjör fyrir hópa með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs
Málsnúmer 2020030398Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti þær aðgerðir sem Akureyrarbær hefur gripið til vegna COVID-19 faraldurs.
Skýrsla bæjarstjóra
Málsnúmer 2010090095Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.