Fræðsluráð - 21
- Kl. 13:30 - 15:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 21
Nefndarmenn
- Dagbjört Elín Pálsdóttirformaður
- Dagný Þóra Baldursdóttir
- Siguróli Magni Sigurðsson
- Anna Rósa Magnúsdóttir
- Anna María Hjálmarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Soffía Vagnsdóttirsviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
Rekstur fræðslumála 2017
Málsnúmer 2017040126Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður reksturs á fræðslusviði fór fyrir rekstur fyrir tímabilið janúar - október 2017.
Nútímavæðing í skólum
Málsnúmer 2017080076Samtal um nútímavæðingu í leik- og grunnskólum.
Á opnum kynningarfundi bæjarstjórnar þann 29. nóvember 2017 um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar, var kynnt ákvörðun um að setja kr. 20 milljónir á ári næstu þrjú árin til að styðja við nútímavæðingu í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, samtals 60 milljónir króna.Fræðsluráð fagnar ákvörðuninni.
Leikskólabygging við Glerárskóla
Málsnúmer 2017120010Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusvið fór yfir stöðuna á vinnunni.
Skólastefna - nýsmíði 2017
Málsnúmer 2017080125Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir stöðuna í vinnuferlinu.
Umsókn um greiðslur til heimadvalar með börnum í stað leikskólaplássa
Málsnúmer 2017120020Erindi frá foreldri þríbura sem óskaði eftir að fá greiðslur frá Akureyrarbæ til þess að vera heima með börnin þar til í ágúst 2019, í stað þess að börnin þrjú hefji leikskólagöngu í ágúst 2018.
Fræðsluráð vill leita frekari upplýsinga um málið áður en formleg ákvörðun er tekin.