Stjórn Akureyrarstofu - 266
- Kl. 14:00 - 16:24
- Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
- Fundur nr. 266
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Fanney Stefánsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Finnur Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
AFE - kynning á starfsemi
Málsnúmer 2018110109Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri AFE mætti á fundinn og kynnti starfsemi og helstu verkefni félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigmundi greinargóða kynningu og gagnlega umræðu.
Fjölmiðlavakt - greining
Málsnúmer 2016060043Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningarmála mætti á fundinn og fór yfir greiningu á fjölmiðlaumfjöllun um Akureyrarbæ fyrstu 10 mánuði ársins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Ragnari fyrir greinargóða yfirferð.
FabLab Akureyri
Málsnúmer 2014090260Lögð fram til samþykktar drög að endurnýjuðum samningi um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur FabLab-smiðjunnar á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Safnastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2014110087Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu undirbúningshóps við nýja safnastefnu. Hópurinn mun skila drögum að verkáætlun á næsta fundi stjórnar.