Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 283
22.07.2016
Hlusta
- Kl. 09:30 - 10:15
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 283
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirframkvæmdastjóri
- Steindór Ívar Ívarssonverkefnastjóri viðhalds
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista tilkynnti forföll. Varamaður mætti ekki í hennar stað.[line]
Mýrarvegur 113 502 - kaup á leiguíbúð
Málsnúmer 2016070036Lagður fram til samþykktar kaupsamningur vegna íbúðar 502 við Mýrarveg 113.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kaupsamninginn.
Sundlaug Akureyrar - endurnýjun á dúk í laugarkörum
Málsnúmer 2016060053Lagðar fram niðurstöður á opnun tilboða vegna endurnýjunar á dúk í laugarkari.
Tvö tilboð bárust í verkið:
Seglagerðin Ægir kr. 8.600.500 72%
Fagráð ehf kr. 17.959.800 150%
Kostnaðaráætlun kr. 12.000.000 100%Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Seglagerðina Ægi á grundvelli tilboðs.
Önnur mál - stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 2016
Málsnúmer 2016010047Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir að formaður velferðarráðs og formaður bæjarráðs komi á næsta fund stjórnarinnar og fari yfir framtíðaráform með raðhúsaíbúðirnar við Hlíð.