Íþróttaráð - 186
- Kl. 14:00 - 16:20
- Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 186
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Árni Óðinsson
- Birna Baldursdóttir
- Jónas Björgvin Sigurbergsson
- Guðrún Þórsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir
Málsnúmer 2016020127Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.
Fjárhagsáætlun 2015 - íþróttaráð
Málsnúmer 2014080009Farið yfir rekstur íþróttamála árið 2015.
Lagðar fram til kynningar samantektir Karls Guðmundssonar verkefnastjóra yfir rekstur Hlíðarfjalls og íþróttahúsa 2009-2015.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fundinn undir þessum lið.Íþróttir og hreyfing í vetrarfríi
Málsnúmer 2016020029Farið yfir hvernig tókst til með boð íþróttaráðs til grunn- og framhaldsskólanemenda um aðgang að Hlíðarfjalli og sundlaugum Akureyrar í vetrarfríi í síðustu viku.
Íþóttaráð fagnar góðri þátttöku þar sem um 100 börn mættu í Hlíðarfjall og rúmlega 200 börn mættu í sundlaugar Akureyrar í boði íþróttaráðs.
Íþróttaráð stefnir að því að gera þetta árlega.Viðtalstími bæjarfulltrúa - sundlaugarmál
Málsnúmer 2016010212Þann 4. febrúar 2016 vísaði bæjarráð 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 28. janúar 2016 til íþróttaráðs:
Þórður Ármannsson, Kringlumýri 10, kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa og lýsti yfir óánægju með að bærinn skuli fjárfesta í nýrri vatnsrennibraut í stað þess að byggja sundhöll. Telur að hagkvæmara hefði verið að byggja sundhöll því þá væri hægt að halda hér sundmót. Einnig lýsti Þórður yfir óánægju með aðstöðu fyrir fatlað fólk til sundiðkunar.Íþróttaráð þakkar Þórði fyrir erindið og ábendinguna.
Hestamannfélagið Léttir - heimild til lántöku
Málsnúmer 2016020161Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Létti dagsett 15. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir heimild til lántöku.
Íþróttaráð samþykkir erindið og formanni falið að vinna málið áfram.
Háskólinn á Akureyri - íþróttakennaranám
Málsnúmer 2016020168Lagðar fram til kynningar upplýsingar um fyrirhugað íþróttakennaranám við Háskólann á Akureyri.
Íþróttaráð tekur undir ályktun formannafundar ÍBA og fagnar fyrirhuguðu íþróttakennaranámi við Háskólann á Akureyri sem mun efla enn frekar íþróttastarf í bænum.
Íþróttaráð mun styðja við námið með samstarfi við Háskólann á Akureyri varðandi aðstöðu í íþróttamannvirkjum bæjarins.
Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda - frístundastyrkur - tómstundaávísun
Málsnúmer 2006040018Endurskoðun úthlutunarreglna frístundastyrks Akureyrarbæjar.
Frestað.
Hljóðvist í íþróttamannvirkjum
Málsnúmer 2015100029Lagðar fram niðurstöður úr hljóðvistarmælingum Vinnueftirlitsins sem gerðar voru í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar í nóvember 2015.
Frestað.