Skipulagsnefnd - 144
- Kl. 14:00 - 16:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 144
Nefndarmenn
- Helgi Snæbjarnarsonformaður
- Árni Páll Jóhannsson
- Eva Reykjalín Elvarsdóttir
- Edward Hákon Huijbens
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnar Sverrissonáheyrnarfulltrúi
- Svava Þórhildur Hjaltalínáheyrnarfulltrúi
- Tryggvi Már Ingvarssonáheyrnarfulltrúi
- Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
- Leifur Þorsteinssonfundarritari
Fjárhagsáætlun 2013 og 3ja ára áætlun 2013-2015 - skipulagsdeild
Málsnúmer 2012080045Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun skipulagsnefndar og skipulagsdeildar fyrir árið 2013.\nEinnig var lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2014-2016.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt. Skipulagsnefnd samþykkir einnig 3ja ára áætlun fyrir árin 2014-2016.<EM></DIV></EM></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Borgarbraut - umsókn um lóð vestan Giljaskóla
Málsnúmer 2012070096Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 18. júlí 2012 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um lóð norðan og vestan Giljaskóla við Borgarbraut fyrir fjölbýli/íbúðasambýli fyrir ungt fólk með fötlun. Meðfylgjandi eru tvær tillögur um nýtingu reitsins, dagsettar 31. ágúst og 11. september 2012, unnar af Formi ehf.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi. Einnig heimilar nefndin umsækjanda að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á reitnum í samræmi við tillögu dagsetta 31.ágúst 2012. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Naustahverfi 3. áfangi - deiliskipulag
Málsnúmer SN080099Drög að skipulagslýsingu fyrir Naustahverfi 3. áfanga lögð fram, unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Staða deiliskipulagsvinnunnar var einnig kynnt.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna. </DIV><DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Hólmatún 1-3 og 5-9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2012090206Erindi dagsett 20. september 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum 1-3 og 5-9 við Hólmatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og afstöðumyndum.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á lóðum sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Brekatún 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu
Málsnúmer 2012090222Erindi dagsett 24. september 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 2 við Brekatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og breytingartillögu.
<DIV><DIV>Skipulagsnefnd tekur jákvætt í breytinguna en frestar afgreiðslu erindisins.</DIV></DIV>
Sjafnargata - Lón - framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vatnsleiðslu
Málsnúmer 2012090163Erindi dagsett 13. september 2012 þar sem Bragi Sigurðsson f.h. Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja Ø 225 mm PE plastlögn fyrir kalt vatn milli Sjafnargötu, Grænhóls og eldri vatnslagnar Norðurorku sem liggur meðfram og norðan við Lónsveg/Lögmannshlíðarveg. Meðfylgjandi eru skýringar og loftmynd.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi skýringargögn um legu lagnarinnar og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Vörðutún 2, 4 og 6 - umsókn um lóðarstækkun
Málsnúmer 2011080016Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Vörðutún 2, 4 og 6 var grenndarkynnt þann 13. ágúst og var athugasemdafrestur til 10. september 2012.\nEngin athugasemd barst.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Hríseyjargata 7 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2012090180Erindi dagsett 18. september 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Ólínu Gyðu Hafsteinsdóttur og Ríkharðs Jónssonar sækja um breytingu á deiliskipulagi til að auka byggingarmagn á lóðinni nr. 7 við Hríseyjargötu. Fyrirhugað er að byggja glerskála til suðurs og vesturs við húsið. Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga frá Formi ehf. dagsett 14. september 2012.
<DIV><DIV><DIV>Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.<BR></DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012
Málsnúmer 2012010231Fundargerð dagsett 12. september 2012. Lögð var fram fundargerð 413. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
<DIV><DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV></DIV>
Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012
Málsnúmer 2012010231Fundargerð dagsett 19. september 2012. Lögð var fram fundargerð 414. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
<DIV><DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV></DIV>