Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 275
- Kl. 08:15 - 12:00
- Þórunnarstræti 99, kjallari
- Fundur nr. 275
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Eiríkur Jónsson
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirframkvæmdastjóri
- Steindór Ívar Ívarssonverkefnastjóri viðhalds
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
Hljóðvist í íþróttamannvirkjum
Málsnúmer 2015100029Lagðar fram niðurstöður úr hljóðvistarmælingum Vinnueftirlitsins sem gerðar voru í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar í nóvember 2015.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar lýsir ánægju sinni með almennt góða útkomu á hljóðvist í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar og felur Fasteignum Akureyrarbæjar að kostnaðargreina úrbætur á hljóðvist í íþróttahúsi Glerárskóla.
Hljóðvist í leikskólum - tilraunaverkefni
Málsnúmer 2015040233Lagðar fram niðurstöður úr hljóðvistarmælingum Vinnueftirlitsins sem gerðar voru í leikskólum Akureyrarbæjar í janúar 2016.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar lýsir ánægju sinni með góða útkomu á hljóðvist í þeim þremur leikskólum Akureyrarbæjar sem mældir voru.
Fasteignir Akureyrarbæjar - útboð á úttektum brunaviðvörunarkerfa
Málsnúmer 2016030012Lagðar fram niðurstöður í verðfyrirspurn vegna úttekta á brunaviðvörunarkerfum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Nortek ehf.
Naustaskóli - íþróttahús
Málsnúmer 2015020029Lagt fram minnisblað dagsett 3. mars 2016 um niðurstöðu verðkönnunar vegna kaupa á búnaði fyrir íþróttahúsið.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur Fasteignum Akureyrarbæjar að klára innkaupin á búnaðinum í samráði við notendur.
Sala eigna - framtíðarsýn
Málsnúmer 2014010167Rætt um framtíðarsýn í sölumöguleikum fasteigna í eigu Akureyrarbæjar.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu og setja jafnframt tvær lausar kennslustofur í söluferli.
Þórunnarstræti 99 - aðstaða fyrir Skátafélagið Klakk í kjallara
Málsnúmer 2014080046Rætt um vígslu og formlega afhendingu húsnæðisins.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við samfélags- og mannréttindadeild og Skátafélagið Klakk og stefna að afhendingu húsnæðisins í byrjun apríl.
Verkfundargerðir FA 2016
Málsnúmer 2016010153Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Boginn endurnýjun gervigrass - 2. fundur verkefnisliðs dagsettur 18. febrúar 2016.
Listasafn endurbætur - 10. fundur verkefnisliðs dagsettur 4. febrúar 2016.
Naustaskóli íþróttahús: 13. og 14. verkfundur dagsettir 5. og 19. febrúar 2016.
Skautahöll endurbætur á svelli: 13. fundur verkefnisliðs dagsettur 29. febrúar 2016.Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - skoðunarferð
Málsnúmer 2016020259Farið í skoðunarferð í Naustaskóla, Rósenborg og Listasafnið.