Íþróttaráð - 126
- Kl. 14:00 - 16:00
- Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 126
Nefndarmenn
- Tryggvi Þór Gunnarssonformaður
- Helga Eymundsdóttir
- Þóroddur Hjaltalín
- Árni Óðinsson
- Erlingur Kristjánsson
- Anna Jenný Jóhannsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Jón Einar Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
- Örvar Sigurgeirssonáheyrnarfulltrúi
- Ellert Örn Erlingssonfundarritari
Heimsóknir grunnskóla á Akureyri í Hlíðarfjall
Málsnúmer 2013020196Fyrirspurn frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls um það hver skuli bera kostnað af heimsóknum grunnskóla á Akureyrar í Hlíðarfjall. \nGuðmundur Karl mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir að bjóða grunnskólum á Akureyri á skíði í Hlíðarfjalli veturinn 2013 í nánara samstarfi við forstöðumann Hlíðarfjalls.Íþróttaráð samþykkir að stofna vinnuhóp skipaðan af Tryggva Þór Gunnarssyni formanni íþróttaráðs, Árna Óðinssyni og aðila frá skólanefnd.Íþróttaráð óskar eftir tilnefningu skólanefndar á aðila í vinnuhópinn. Forstöðumaður íþróttamála og fræðslustjóri skulu vinna með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn skal skila af sér eigi síðar en 1. maí 2013 tillögum að því hvernig kostnaður við heimsóknir grunnskóla á Akureyri í Hlíðarfjall skiptist niður milli hluteigandi aðila.Íþróttaráð þakkar Guðmundi Karli fyrir komuna á fundinn.Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda
Málsnúmer 2006040018Umræða um rafrænt skráningar- og þjónustukerfi sem heldur utan um hvatapeninga og þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
<DIV>Íþróttaráð stefnir að því að taka upp rafrænt skráningar- og þjónustukerfi sem heldur utan um hvatapeninga og þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Unnið verður að málinu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2014. </DIV><DIV>Forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram.</DIV>
Sundlaug Akureyrar - afsláttur fyrir hópa
Málsnúmer 2012020042Lagt fram til kynningar hvernig til hefur tekist fyrsta mánuðinn með tilboð og afslætti fyrir hópa og fyrirtæki í Sundlaugar Akureyrar.
Fjárhagsáætlun 2012 - íþróttaráð
Málsnúmer 2011080055Fjárhagsyfirlit fyrir árið 2012 lagt fram til kynningar.
Úthlutun þjálfara- og námskeiðsstyrkja ÍRA
Málsnúmer 2013020202Drög að endurskoðuðum viðmiðunar- og vinnureglum vegna þjálfara- og námskeiðsstyrkja ÍRA lögð fram til kynningar.
<DIV></DIV>