Umhverfisnefnd - 93
- Kl. 16:15 - 18:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 93
Nefndarmenn
- Hulda Stefánsdóttirformaður
- Ómar Ólafsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kristinn Frímann Árnason
- María Ingadóttir
- Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi
- Jón Birgir Gunnlaugssonfundarritari
Úrgangsmál - staðan 2014
Málsnúmer 2014020035Áframhald umræðna um úrgangsmál. Lagðar fram tillögur að kynningu ásamt ódags. minnisblaði. Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands mætti á fundinn.
<DIV>Umhverfisnefnd þakkar Helga fyrir upplýsingar sem hann veitti. Í framhaldi af fundinum gerir umhverfisnefnd ráð fyrir að kynningarátak fari í gang fljótlega þar sem áhersla verði lögð á aukna og vandaðri flokkun.</DIV>
Glerárdalur - fólkvangur
Málsnúmer 2012080081Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, fór yfir athugasemdir sem bárust umhverfisstofnun vegna fyrirhugaðrar friðunar Glerárdals sem fólkvangs og svör starfshópsins um Glerárdal við þeim.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.</DIV><DIV>Jón Ingi Cæsarsson S-lista tók ekki þátt í umræðunum þar sem hann var einn af þeim aðilum sem skiluðu inn athugasemdum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsárskarði
Málsnúmer 2014030271Hulda Stefánsdóttir formaður umhverfisnefndar kynnti hugsanlega strengjaleið Kröflulínu frá Kífsá að Bíldsá.
<DIV><DIV> </DIV></DIV>
Hrísey - fuglatalning 2014
Málsnúmer 2014010185Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti þær upplýsingar frá tilboðsgjafa Þorsteini G. Þorsteinssyni sem óskað var eftir á síðasta fundi
<DIV>Umhverfisnefnd samþykkir að farið verði í talningu fugla í Hrísey sumarið 2014 samkvæmt fyrirliggjandi tilboði.</DIV>
Naustaborgir - fuglatalning 2014
Málsnúmer 2014050047Umræður um hvort breyta eigi fyrri ákvörðun umhverfisnefndar um að fresta fuglatalningum við Hundatjörn við Naustaflóa til ársins 2015.
<DIV>Umhverfisnefnd samþykkir að breyta fyrri ákvörðun sinni vegna sérstakra aðstæðna, að talning fugla við Hundatjörn við Naustaflóa verði framkvæmd árið 2014.</DIV>
Skátafélagið Klakkur - staðsetning söfnunarkassa
Málsnúmer 2014050046Tekið fyrir erindi dags. 1. maí 2014 frá Skátafélaginu Klakki þar sem farið er þess á leit að það fái að staðsetja söfnunarkassa fyrir einnota drykkjarumbúðir við grenndargámastöðvar í hverfum bæjarins.
<DIV>Umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu söfnunarkassa fyrir sitt leyti til reynslu í eitt ár. </DIV>