Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:30 - 10:30
  • Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3

Nefndarmenn

    • Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
    • Silja Dögg Baldursdóttir
    • Margrét Kristín Helgadóttir

Starfsmenn

    • Halla Margrét Tryggvadóttirstarfsmannastjóri ritaði fundargerð
  • Umsókn um TV einingar v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna

    Málsnúmer 2015020117

    Fram haldið umfjöllun sem frestað var á fundi kjarasamninganefndar 23. mars sl. um umsókn um tímabundin viðbótarlaun v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna fyrir starf félagsráðgjafa á skóladeild.

    Afgreiðslu frestað.

  • TV einingar - úthlutun vorið 2015

    Málsnúmer 2015010236

    Kynnt niðurstaða matshóps um úthlutun tímabundinna viðbótarlauna (TV eininga) vegna verkefna- og hæfni vorið 2015. Á fund nefndarinnar mættu fulltrúar í matshópnum Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður.

    Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu matshópsins um úthlutun TV eininga til þriggja umsækjenda.

  • Kynjasamþætting og kynjuð fjárhagsáætlunargerð

    Málsnúmer 2015050068

    Umræða um innleiðingu á kynjasamþættingu og kynjaðri fjárhagsáætlunargerð hjá Akureyrarbæ, hlutverk og verkefni kjarasamninganefndar.

  • Kerfisbundin endurskoðun starfsmats

    Málsnúmer 2015020119

    Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri kynnti kerfisbundna endurskoðun starfsmats sveitarfélaga sem unnið er að. Upplýsingar um starfsmat sveitarfélaga SAMSTARF má finna: http://www.samband.is/verkefnin/kjara--og-starfsmannamal/starfsmat/

    Kjarasamninganefnd þakkar kymninguna.