Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 - 15:00
  • Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 1

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Hjalti Ómar Ágústsson
    • Hallgrímur Guðmundsson
    • fundarritari
  • Stjórnendaálag

    Málsnúmer 2011020006

    Erindi frá framkvæmdastjóra búsetudeildar, Kristínu Sóley Sigursveinsdóttur, dags. 1. febrúar 2011 varðandi túlkun á reglum Akureyrarbæjar um stjórnendaálag skv. grein 1.5.3 í kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og aðildarfélaga BHM.\nKarl Guðmundsson verkefnastjóri sat fund nefndarinnar undir þessum lið.

    <DIV><DIV><DIV>Samhljóða niðurstaða kjarasamninganefndar varðandi túlkun á 5. gr. skilgreiningar Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags er að starf forstöðumanns skammtímavistunar og Árholts uppfylli ekki skilyrði 5. greinar vegna greiðslu viðbótarálags.  Starfið uppfyllir ekki c. lið 5. greinar sem er svohljóðandi: "5. c. Stjórnandi stýrir meira en einni starfseiningu. Starfseining telst vera sambýli/þjónustukjarni þar sem 4 eða fleiri íbúar búa." </DIV></DIV></DIV>

  • Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar

    Málsnúmer 2010030034

    Umfjöllun um yfirvinnu hjá stofnunum íþróttadeildar.

    <DIV><DIV>Umfjöllun frestað til næsta fundar kjarasamninganefndar.</DIV></DIV>

  • Deildarstjóri á sambýli - launaröðun

    Málsnúmer 2011010063

    Erindi dags.11. janúar 2011 frá forstöðumanni sambýlisins Geislatúni 1 og framkvæmdastjóra búsetudeildar vegna launaröðunar deildarstjóra skv. stofnanasamningi Akureyrarbæjar og SFR.

    <DIV>Kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar tók fyrir á fundi sínum 29. apríl 2009 erindi varðandi endurskoðun á launaröðun í stofnanasamningi SFR og Akureyrarbæjar dags. 17. janúar 2007. Bókun kjarasamninganefndar er svohljóðandi: "Kjarasamninganefnd lítur svo á að forsendur sem lágu til grundvallar þegar gengið var frá samningi í janúar 2007 um launaröðun starfa skv. kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hafi ekki breyst og því ekki tilefni til breytinga á samningi aðila."</DIV><DIV>Miðað við forsögu þessa máls er niðurstaða kjarasamninganefndar að afgreiðsla kjarasamninganefndar 29. apríl 2009 standi óbreytt.</DIV>