Umhverfis- og mannvirkjaráð - 181
- Kl. 08:15 - 11:45
- Fundarherbergi UMSA
- Fundur nr. 181
Nefndarmenn
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttirformaður
- Bjarney Sigurðardóttirvaraformaður
- Þórhallur Harðarson
- Ingimar Eydal
- Hilda Jana Gísladóttir
- Halla Birgisdóttir Ottesenáheyrnarfulltrúi
- Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Framkvæmdir UMSA 2025
Málsnúmer 2025030542Kynning á framkvæmdum á vegum umhverfis- og mannvirkjasviðs á árinu 2025.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda, Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda, Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda og Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sátu fundinn undir þessum lið.Fylgiskjöl
Slökkviliðið á Akureyrir - endurnýjun á bakvaktabíl
Málsnúmer 2022090104Lagt fram minnisblað dagsett 26. febrúar 2025 varðandi endurnýjun á bakvaktarbíl Slökkviliðs Akureyrar.
Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tillögu slökkviliðsstjóra um kaup á bakvaktarbíl.
Tiltekt á iðnaðar- og athafnalóðum
Málsnúmer 2025020487Kynnt verkefni um hreinsunarátak á iðnaðar- og athafnalóðum í samstarfi við skipulagssvið.
Steinunn Karlsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð bindur miklar vonir við að hreinsunarátak á iðnaðar- og athafnalóðum muni skila markverðum árangri og hvetur öll sem málið varðar til þátttöku.
Nýframkvæmdir umhverfismála
Málsnúmer 2025030545Lagt fram minnisblað dagsett 14. mars 2025 um nýframkvæmdir í umhverfismálum árið 2025.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.Rekstur UMSA 2024
Málsnúmer 2024080516Lögð fram skýrsla um rekstur umhverfis- og mannvirkjasviðs árið 2024.
Óshólmanefnd 2022 - 2026
Málsnúmer 2022080342Lögð fram fundargerð óshólmanefndar dagsett 4. mars 2025.
Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi V-lista óskar bókað:
Ólafur Kjartansson hvetur til þess að umhverfissvið gangist fyrir því að unnið verði að faglegri lausn á varðveislu lífríkisins á Kjarnaflæðunum. Byggt verði á gögnum úr tiltækum náttúruskráningum svo sem fuglatalningum og lýsingum á gróðurfari svæðisins.