Skipulagsráð - 321
- Kl. 08:00 - 12:00
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 321
Nefndarmenn
- Tryggvi Már Ingvarssonformaður
- Orri Kristjánsson
- Ólöf Inga Andrésdóttir
- Ólafur Kjartansson
- Þórhallur Jónsson
- Helgi Sveinbjörn Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Pétur Ingi Haraldssonsviðsstjóri skipulagssviðs
- Margrét Mazmanian Róbertsdóttir
- Leifur Þorsteinssonfundarritari
Starfsáætlun skipulagssviðs 2020
Málsnúmer 2019050540Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu milli funda.
Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2020
Málsnúmer 2019070177Lögð fram til umræðu drög að fjárhagsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu milli funda.
Skipulagsráð - framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020-2023
Málsnúmer 2019080399Lagður fram tölvupóstur Tómasar Björns Haukssonar, forstöðumanns nýframkvæmdadeildar dagsettur 17. júlí 2019, þar sem óskað er eftir að skipulagsráð/skipulagssvið sendi inn tillögur að framkvæmdum fyrir framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020-2023.
Meðfylgjandi er áætlunin fyrir 2019-2022 og tillaga að framkvæmdum sem skipulagsráð leggur áherslu á á næstu árum.Skipulagsráð samþykkir tillögu sviðsstjóra skipulagssviðs um nauðsynlegar framkvæmdir á vegum umhverfis- og mannvirkjasviðs vegna framgangs skipulags.
Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag
Málsnúmer 2018020130Lögð fram tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna breytingar á stefnu í aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu milli funda.
Efnistaka við Glerárós - ákvörðun um matsskyldu
Málsnúmer 2019060109Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkað er svæði fyrir efnistöku við Glerárósa. Er tillagan unnin til samræmis við erindi Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, um allt að 49.900 rúmmetra efnistöku af hafsbotni við Glerárós, framkvæmd sem er tilkynningarskyld skv. lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000. Fyrir liggur umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands dagsett 10. júlí 2019 þar sem fram kemur að ekki er talið að framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Óskað var umsagnar Umhverfisstofnunar og Fiskistofu í byrjun júlí en þær umsagnir hafa enn ekki borist.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.
Austursíða 2 - breyting á aðalskipulagi
Málsnúmer 2019030021Lagt fram erindi Ingólfs F. Guðmundssonar hjá Kollgátu dagsett 15. júlí 2019, f.h. Reita - iðnaðar, kt. 530117-0570, þar sem óskað er eftir að landnotkun lóðarinnar verði breytt úr athafnasvæði í íbúðasvæði og að samhliða verði unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Kynning lóðarhafa féll niður vegna forfalla.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til kynning lóðarhafa hefur farið fram.
Tryggvabraut - deiliskipulag
Málsnúmer 2018040295Lögð fram að nýju skýrsla Eflu verkfræðistofu sem dagsett er 5. apríl 2019 varðandi mat á útfærslu Tryggvabrautar og þriggja gatnamóta sem á henni eru. Er skýrslan hluti af vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Tryggvabraut og athafnasvæði norðan hennar að Glerá.
Margrét Silja Þorkelsdóttir og Rúna Ásmundsdóttir hjá Vegagerðinni og Jónas Valdimarsson, verkefnastjóri hönnunar, sátu fundinn undir þessum lið.Skipulagsráð þakkar gestunum fyrir kynningu á verkefninu.
Skipulagsráð samþykkir að við áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins skuli miða við hringtorgalausnir á gatnamótum og tvístefnu hjólastíg sunnan megin við Tryggvabraut.
Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista sat hjá við afgreiðsluna.Þórunnarstræti - lagfæring á umferðareyju og gangbraut við leikskólann Hólmasól
Málsnúmer 2019080398Lagt fram minnisblað Jónasar Valdimarssonar, umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrar, dagsett 22. ágúst 2019 um tillögu að lagfæringu á gönguleið yfir Þórunnarstræti á móts við leikskólann Hólmasól. Felur það í sér að færa þarf gönguleið ásamt tilheyrandi eyjum um 1,5 m til suðurs. Er færslan gerð til að koma fyrir ljósastaur með kastara og blikkandi ljósi.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða færslu á gönguleið. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávík frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu.
Fylgiskjöl
Grímseyjargata 2 og Gránufélagsgata 51 - deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2019040298Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár, sem nær til lóðanna Grímseyjargötu 2 og Gránufélagsgötu 51. Var tillagan grenndarkynnt með bréfi dagsettu 20. júní 2019 með athugasemdafresti til 19. júlí 2019.
Barst ein athugasemd auk umsagnar frá Norðurorku. Áður hafði borist umsögn frá Hafnasamlagi Norðurlands. Var afgreiðslu málsins frestað á fundi skipulagsráðs 14. ágúst sl. þar til fyrir lægju viðbrögð umsækjenda við fyrirliggjandi athugasemdum. Er nú lagt fram bréf Haraldar S. Árnasonar dagsett 23. ágúst 2019 f.h. umsækjenda.Svör skipulagsráðs við athugasemd og umsögnum koma fram í meðfylgjandi fylgiskjali.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn frá Norðurorku og felur skipulagssviði að sjá um gildistöku hennar.Geirþrúðarhagi 4A og 4B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2019080132Lagðar fram nýjar tillögur Haraldar S. Árnasonar, f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, að fjölgun bílastæða við hús Geirþrúðarhaga 4A og 4B. Er nú gert ráð fyrir að bílastæði stækki um 2 m til austurs og 4,3 m til vesturs. Fjölgar stæðum úr 14 í 17.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við fyrirspurn. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þar sem breytingin hefur eingöngu áhrif á umsækjanda og Akureyrarbæ er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar endanlegur breytingaruppdráttur berst frá umsækjanda.
Fylgiskjöl
Kotárgerði 17 - fyrirspurn um skiptingu lóðar og breyttan bílskúr
Málsnúmer 2019080361Erindi dagsett 18. ágúst 2019 þar sem Erling Ingvason leggur inn fyrirspurn varðandi skiptingu lóðar nr. 17 við Kotárgerði og breytingar bílskúrs. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Meirihluti skipulagsráðs tekur neikvætt í erindið þar sem það telur að möguleg bygging á lóðinni yrði í miklu ósamræmi við götumynd Kotárgerðis vegna mögulegrar stærðar byggingar.
Ólafur Kjartansson V-lista bókar að hann er á móti afgreiðslu meirihluta skipulagsráðs.Norðurgata 36, mhl.02 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks
Málsnúmer 2019050531Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynninu erindi dagsett 23. maí 2019 þar sem Sveinn Óskar Sigurðsson fyrir hönd Amicus ehf., kt. 500402-3260, sækir um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks á geymslu/garðhúsi á lóð nr. 36 við Norðurgötu. Ein athugasemd barst frá eiganda Ránargötu 9.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja nákvæmari upplýsingar um framkvæmdina auk þess sem fyrir þarf að liggja samþykki frá eigendum aðliggjandi húsa á frágangi milli húsanna þar sem þau eru sambyggð.
Draupnisgata 2 - fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu
Málsnúmer 2019080006Erindi dagsett 1. ágúst 2019 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Módelhúsa ehf., kt. 490200-2580, leggur inn fyrirspurn varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við hús nr. 2 við Draupnisgötu með tilliti til deiliskipulags lóðarinnar. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við fyrirspurn. Að mati ráðsins er slík breyting óverulega skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þar sem breytingin hefur eingöngu áhrif á umsækjanda og Akureyrarbæ er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar endanlegur breytingaruppdráttur berst frá umsækjanda.
Fylgiskjöl
Austurvegur, Eyjabyggð og Búðartangi - umsókn um breytt deiliskipulag vegna dreifikerfis
Málsnúmer 2019080319Erindi dagsett 16. ágúst 2019 þar sem Anna Bragadóttir hjá Eflu fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um að deiliskipulagi verði breytt við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga í Hrísey vegna styrkingar dreifikerfis Rarik. Meðal annars er fyrirhugað að setja upp spennistöð. Eru settar fram tvær tillögur að staðsetningu spennistöðvar, merkt A og B.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem miðað er við staðsetningu B í fyrirliggjandi gögnum. Er breytingin óveruleg að mati ráðsins og er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar hún berst frá umsækjanda.
Fylgiskjöl
Jarðstrengur í Hrísey
Málsnúmer 2019080191Erindi dagsett 8. ágúst 2019 þar sem Steingrímur Jónsson fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengja í Hrísey. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir. Eru settir fram tveir möguleikar á staðsetningu rafstrengs fyrir hluta leiðarinnar og eru valkostirnir merktir B og C.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir leið B. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Er samþykktin með fyrirvara um jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar þar sem fyrirhuguð lega jarðstrengsins er að hluta til um svæði á náttúruminjaskrá.Fylgiskjöl
Höfðahlíð 4 - kvörtun vegna atvinnustarfsemi
Málsnúmer 2019080220Borist hafa kvartanir frá íbúum vegna atvinnustarfsemi við Höfðahlíð 4 og lagningu tækja við götuna sem skapar hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig fer strætó um Höfðahlíðina og því töluverð umferð um götuna.
Höfðahlíð er á íbúðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi og engar heimildir eru í deiliskipulagi um aðra starfsemi á lóðinni.Að mati skipulagsráðs er atvinnustarfsemi á lóðinni Höfðahlíð 4 ekki í samræmi við gildandi skipulag svæðisins og er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að koma því á framfæri við lóðarhafa og gera kröfur um nauðsynlegar úrbætur.
Heiðarlundur 3 - fyrirspurn um kaup Akureyrarbæjar á hluta lóðar
Málsnúmer 2019080392Erindi dagsett 16. ágúst 2019 þar sem Ágúst Már Sigurðsson fyrir hönd Heiðarlundar 3, húsfélags, kt. 530599-2049, leggur inn fyrirspurn varðandi möguleg kaup Akureyrarbæjar á hluta lóðar nr. 3 við Heiðarlund.
Að svo stöddu hefur Akureyrarbær ekki áhuga á umræddu svæði.
Týsnes 10 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2019080181Erindi dagsett 12. ágúst 2019 þar sem Ágúst Torfi Hauksson fyrir hönd Norðlenska matborðsins ehf., kt. 500599-2789, sækir um lóð nr. 10 við Týsnes. Fyrirhugað er að sameina lóðir 10-12-14 við Týsnes.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Týsnes 12 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2019080182Erindi dagsett 12. ágúst 2019 þar sem Ágúst Torfi Hauksson fyrir hönd Norðlenska matborðsins ehf., kt. 500599-2789, sækir um lóð nr. 12 við Týsnes. Fyrirhugað er að sameina lóðir 10-12-14 við Týsnes.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Týsnes 14 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2019080183Erindi dagsett 12. ágúst 2019 þar sem Ágúst Torfi Hauksson fyrir hönd Norðlenska matborðsins ehf., kt. 500599-2789, sækir um lóð nr. 14 við Týsnes. Fyrirhugað er að sameina lóðir 10-12-14 við Týsnes.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Kerrur á langtímastæðum
Málsnúmer 2019080188Erindi dagsett 8. ágúst 2019 þar sem Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri HNE, bendir á að mikið er um að kerrur séu geymdar á langtímastæðum í Akureyrarbæ og stingur upp á að bærinn móti reglur um kerrustæði.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að skoða málið nánar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019
Málsnúmer 2019010038Lögð fram til kynningar fundargerð 734. fundar, dagsett 8. ágúst 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019
Málsnúmer 2019010038Lögð fram til kynningar fundargerð 735. fundar, dagsett 15. ágúst 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019
Málsnúmer 2019010038Lögð fram til kynningar fundargerð 736. fundar, dagsett 22. ágúst 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.