Stjórn Akureyrarstofu - 202
- Kl. 16:15 - 18:15
- Fundarherbergi Kaupvangsstræti 6
- Fundur nr. 202
Nefndarmenn
- Unnar Jónssonformaður
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
- Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Þórgnýr Dýrfjörðframkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Mótun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar - 2015
Málsnúmer 2015110167Framhald umræðu um mótun upplýsingastefnu fyrir Akureyrarbæ. Lögð fram hugmynd að ramma fyrir slíka stefnu. Vinnuhópur um íbúalýðræði og gagnsæa stjórnsýslu, sem er að störfum, mun í sínum tillögum jafnframt leggja áherslu á að sett verði upplýsingastefna fyrir bæjarkerfið sem heild.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur um mótun upplýsingastefnu fyrir Akureyrarbæ sem heild og að vinnan verði leidd af Akureyrarstofu í samvinnu við skrifstofu Ráðhúss.
NOVU 2016 - norrænt vinabæjamót ungmenna í júní á Akureyri
Málsnúmer 2016010136Norrænt vinabæjamót ungmenna frá vinabæjum Akureyrar á Norðurlöndunum fer fram á Akureyri þann 26. júní til 2. júlí nk.
Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir þeim undirbúningi sem þegar hefur farið fram og þeim verkefnum sem framundan eru.Starfslaun listamanna 2016 - Menningarsjóður
Málsnúmer 2016010025Undirbúningur vegna veitingu starfslauna listamanna árið 2016 er hafinn. Mynda þarf ráðgjafahóp stjórnarinnar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því að Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Hlöðver Áskelsson og Rósa Kristín Júlíusdóttir taki sæti í ráðgjafahópnum.