Bæjarráð - 3618
- Kl. 08:15 - 12:17
- Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
- Fundur nr. 3618
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Hlynur Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirforstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022
Málsnúmer 2018050147Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Snorri Óskarsson - bótakrafa
Málsnúmer 2015050121Kynntur hæstaréttardómur í máli Akureyrarkaupstaðar gegn Snorra Óskarssyni vegna kröfu um greiðslu skaðabóta og miskabóta í kjölfar uppsagnar starfs, mál nr. 828/2017.
Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu Hæstaréttar: https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=dc7b246a-1da7-4117-8827-2d5c57108471
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna bótagreiðslna í samræmi við dóminn.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki
Málsnúmer 2017040095Lagður fram viðauki 15.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Afgreiðslu frestað.
Tjaldsvæði - aukin gæsla um verslunarmannahelgi 2016-2022
Málsnúmer 2016070048Lagt fram til kynningar bréf dagsett 7. nóvember 2018 frá Tryggva Marinóssyni f.h. stjórnar Hamra þar sem fram kemur að stjórnin telji ekki þörf á að þiggja styrk sem sótt var um vegna aukakostnaðar við gæslu um liðna verslunarmannahelgi. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 2. ágúst sl. að veita allt að 500.000 kr. styrk með því skilyrði að kalla þyrfti til auka mannskap og vegna aukins viðbúnaðar. Jafnframt samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn stjórnar Hamra um endurnýjun á samningi um rekstur tjaldsvæða Akureyrarbæjar. Stjórn Hamra minnir á þennan hluta bókunarinnar.
Fylgiskjöl
Jafnréttismál - staða
Málsnúmer 2018110029Bæjarstjórn fjallaði um stöðu jafnréttismála og starf jafnréttisfulltrúa á fundi sínum 6. nóvember 2018 að ósk Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista. Sóley lagði fram tillögu um að auka stöðuhlutfall jafnréttisfulltrúa úr 20% í 50%. Bæjarstjórn vísaði málinu til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Umræður um stöðu jafnréttismála innan bæjarkerfisins og mögulegar úrbætur.Fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2018110168Núverandi fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn 13. apríl 2010 og byggir hún á fjölmenningarstefnu Eyþings sem var unnin og birt árið 2009. Í febrúar 2017 samþykkti stjórn Eyþings að skipa starfshóp til að endurskoða fjölmenningarstefnuna og var endurskoðuð útgáfa lögð fram fyrir stjórnarfund samtakanna í ágúst 2017. Aðildarfélög Eyþings geta notað fyrrnefnda stefnu, að hluta eða í heild, dýpkað einstaka þætti, sett niður leiðir til eftirfylgni og mats, allt eftir aðstæðum á hverjum stað.
Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi á fræðslusviði og Zane Brikovska verkefnastjóri alþjóðastofu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu álit sitt, dagsett 30.10. 2018, á helstu þáttum í núverandi fjölmenningarstefnu bæjarins sem þarfnast endurskoðunar miðað við nýja fjölmenningarstefnu Eyþings og hver væru æskileg næstu skref innan Akureyrarbæjar.Bæjarráð þakkar Helgu og Zane fyrir góða samantekt og frjóar samræður. Jafnframt vekur bæjarráð athygli á vefsíðu sem Helga heldur úti um kennslu nemenda með íslensku sem annað mál, https://erlendir.akmennt.is/
Fylgiskjöl
Norðurorka - heimild fyrir aðveituæð í landi Ytri-Skjaldarvíkur
Málsnúmer 2018110169Erindi dagsett 16. nóvember 2018 frá Antoni Benjamínssyni f.h. Norðurorku hf. þar sem beðið er um samþykki bæjarráðs fyrir nýrri aðveituæð í landi Ytri-Skjaldarvíkur. Með erindinu fylgir teikning og afrit af samningi við alla landeigendur þar sem lögnin fer um.
Bæjarráð samþykkir erindi Norðurorku hf. og heimilar lagningu nýrrar aðveituæðar í landi Ytri-Skjaldarvíkur.
Fylgiskjöl
Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2018
Málsnúmer 2018080202Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 15. nóvember 2018.
Liður 1 er lagður fram til kynningar, liðum 2 og 3 er vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs og lið 4 til skipulagssviðs.
Eyþing - fulltrúaráð
Málsnúmer 2018100114Rætt um fyrirhugaðan fulltrúaráðsfund Eyþings.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi kl. 11:53.
Fylgiskjöl
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45. mál 2018
Málsnúmer 2018110156Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. nóvember 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45. mál 2018.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0045.htmlFrumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál 2018
Málsnúmer 2018110150Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. nóvember 2018 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál 2018.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0040.html