Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður íþróttaráðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála mættu til fundar við nefndina til að ræða verkefni í atvinnustefnu sem snúa að íþróttamálum. Undir þessum lið var einnig rætt um þær ábendingar sem komu fram í umræðum um stefnuræðu formanns atvinnumálanefndar á bæjarstjórnarfundi 1. mars síðastliðinn.
Í framhaldi var farið í gegnum þær athugasemdir sem komu fram á bæjarstjórnarfundi við stefnuræðu formanns atvinnumálanefndar.
Atvinnumálanefnd þakkar Ingibjörgu og Ellerti fyrir komuna og fagnar því að góður gangur sé í verkefnum atvinnustefnu.
Rætt að beiðni Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur um möguleika á auknu samstarfi Akureyrarbæjar, SÍMEY, Háskólans á Akureyri og fleiri aðila um opna fræðslufundi og námskeið.
Atvinnumálanefnd felur verkefnastjóra atvinnumála að kalla saman fulltrúa þessara aðila á fund til að ræða hvernig hægt sé að bæta aðgengi atvinnulífs á Akureyri að fræðslufundum og námskeiðum.
Farið var yfir stöðu verkefnis í tengslum við kynjaða fjárhagsáætlun sem skilað verður í haust.
Verkefnisstjóri atvinnumála fór yfir helstu mál síðustu vikna.