Velferðarráð - 1329
18.11.2020
Hlusta
- Kl. 14:00 - 15:50
- Fjarfundur
- Fundur nr. 1329
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri fjölskyldusviðs
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri ÖA
- Karólína Gunnarsdóttirsviðsstjóri búsetusviðs
- Kristbjörg Björnsdóttirfundarritari
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar
Málsnúmer 2020040564Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti minnisblað sitt dagsett 28. október 2020 um heilbrigðisþjónustu og félagslega þjónustu á ÖA.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2020
Málsnúmer 2020040595Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar janúar - október 2020.
Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.Barnavernd - 2020
Málsnúmer 2020030698Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður kynnti stöðu mála í barnavernd. Fyrir liggur minnisblað dagsett 18. nóvember 2020.
Fjölsmiðjan á Akureyri - beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings 2020
Málsnúmer 2020110223Lagt fram erindi frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar dagsett 9. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi vegna reksturs Fjölsmiðjunnar.
Velferðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við Fjölsmiðjuna og vinna málið áfram.