Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 841
- Kl. 14:15 - 15:15
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 841
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Ystibær-Miðbær 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021091271Erindi dagsett 27. september 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Unnar Sæmundsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð Ystabæjar-Miðbæjar 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomin ný gögn 23. nóvember 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Sjafnarstígur 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
Málsnúmer 2021110714Erindi dagsett 12. nóvember 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Oddfellowreglunnar á Akureyri sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 3 við Sjafnarstíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Margrétarhagi 24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021111101Erindi dagsett 20. nóvember 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Maríu Hólmfríðar Marinósdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Ráðhústorg 1 - umsókn um breytta notkun
Málsnúmer 2021111193Erindi dagsett 22. nóvember 2021 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd D7 ehf. sækir um breytta skráningu á íbúð 0201 við Ráðhústorg 1 úr íbúð í atvinnuhúsnæði til gistingar. Meðfylgjandi er samþykki eigenda í húsinu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.