Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 3
04.05.2015
Hlusta
- Kl. 13:00 - 14:00
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 3
Nefndarmenn
- Jón Heiðar Jónssonformaður
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Tryggvi Már Ingvarsson
- Lilja Guðmundsdóttir
Starfsmenn
- Leifur Þorsteinssonfundarritari
Jón Heiðar Daðason fulltrúi Blindrafélagsins mætti ekki á fundinn og ekki heldur varamaður hans.[line]
Skólastígur 4 - sundlaug - umsókn um breytingar utanhúss
Málsnúmer 2015040158Erindi dagsett 21. apríl 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar utanhúss á sundlaugarmannvirkjum við Skólastíg 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra óskar eftir að eftirtalin atriði verði skoðuð betur:
1. Gert verði ráð fyrir lyftumöguleika við alla potta og laugar.
2. Laga handrið við nýjan pott.
3. Kaldur pottur.
4. Athuga möguleika á aðgengi hreyfihamlaðra að barnarennibraut.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra felur formanni nefndarinnar og fulltrúa Fasteigna Akureyrarbæjar að fylgja þessu eftir.