Stjórn Akureyrarstofu - 177
- Kl. 16:15 - 18:00
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 177
Nefndarmenn
- Logi Már Einarssonformaður
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Elvar Smári Sævarsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
- Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi
- Skúli Gautasonfundarritari
Ferðamálastefna
Málsnúmer 2014110220María Helena Tryggvadóttir fulltrúi ferðamála hjá Akureyrarstofu og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir atvinnumálafulltrúi mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu drög að gerð ferðamálastefnu fyrir Akureyri.
<DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Maríu Helenu og Albertínu fyrir kynninguna.</DIV></DIV>
Staða sameiningarferlis
Málsnúmer 2014110221Sigurður Kristinsson stjórnarformaður Menningarfélags Akureyrar mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála í sameiningarferli aðildarfélaganna þriggja.
<DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigurði fyrir greinargóðar upplýsingar.</DIV></DIV>
Innrétting geymslu í Hofi
Málsnúmer 2014110223Menningarfélag Akureyrar hefur óskað eftir því að geymslu í kjallara Hofs verði komið í það horf að hægt verði að nýta hana í stað rýmis í Sjafnarhúsinu sem Leikfélag Akureyrar hefur haft á leigu um hríð. Stjórnendum Menningarfélagsins er ljóst að verði farið í slíkar breytingar hækkar leiga á rýminu til Menningarfélagsins.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að kanna kostnað við þær breytingar sem Menningarfélagið óskar eftir. </DIV>
Hús í umsjón Akureyrarstofu
Málsnúmer 2014110222Akureyrarstofa hefur á sinni könnu nokkur hús sem talin eru hafa menningarsögulegt gildi, þ.m.t. Gudmans Minde, Sigurhæðir, Davíðshús og Laxdalshús.
<DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því við framkvæmdastjóra að gert verði yfirlit yfir það húsnæði sem Akureyrarstofa hefur yfirumsjón með.</DIV><DIV>Þar verði tilgreint hvaða starfsemi sé í hverju þeirra, hvaða samningar séu í gildi um hvert þeirra, hvaða kostnað Akureyrarstofa beri af hverju þeirra, hvaða tekjur hvert þeirra gefi af sér og hvaða hugmyndir séu uppi um notkunarmöguleika.</DIV></DIV>
Náttúrugripasafn Akureyrar
Málsnúmer 2014100066Safnkostur Náttúrugripasafns Akureyrar hefur legið í geymslu í allnokkur ár.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að fá fagaðila til að meta ástand safnsins og kanna möguleika á því að koma því í ódýrari geymslu í samráði við framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar hið fyrsta.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Fjárhagsáætlun 2015 - Akureyrarstofa
Málsnúmer 2014090261Lokaumræða um fjárhagsáætlun Akureyrarstofu fyrir árið 2015.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun til umræðu í bæjarráði. </DIV><DIV>Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárhagsáætlun.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Tilnefningar í Listasafnsráð
Málsnúmer 2014110244Forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri hefur tilnefnt þrjá menn í Listasafnsráð.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Arndísi Bergsdóttur, Helgu Björgu Jónasardóttur og Joris Rademaker í Listasafnsráð skv. tillögum forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvarinnar.